Golf

Slæmt veður tafði tvisvar hringinn hjá Ólafíu Þórunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdótti
Ólafía Þórunn Kristinsdótti Getty/Mark Runnacles
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var eins og Valdís Þóra Jónsdóttir langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Opna skoska meistaramótinu í golfi.

Ólafía Þórunn sleppti Íslandsmóti á heimavelli þegar hún fékk óvænt boð um þátttöku á mótinu í Skotlandi en náði ekki að nýta sér þetta tækifæri.

Ólafía lék annan hringinn á eftir að hafa leikið á fjórum höggum yfir pari í dag. Þetta var fuglalaus hringur en hún paraði fjórtán holur og fékk fjóra skolla.

Hún endar því mótið á átta höggum yfir pari og er langt frá því að ná niðurskurðinum sem er miðaður við parið.

Ólafía Þórunn er nú við hlið löndu sinnar Valdísar Þóru í 127. til 138. sæti mótsins. 75 kylfingar eru að ná niðurskurðinum eins og staðan er núna.

Þetta var erfiður dagur enda slæmt veður á Renaissance vellinum í North Berwick í Skotlandi. Það þurfti tvisvar að gera hlé á leik vegna slæms veðurs.

Þegar það gerðist fyrst þá átti Ólafía Þórunn aðeins eftir að klára þrjár holur og svo átti hún aðeins eina holu eftir þegar leik var hætt á ný. Ólafía náði loksins á klára hringinn rúmum klukkutíma síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×