Markalaust í fyrsta leik hjá Gylfa og félögum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 15:45 Úr leiknum í dag. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton byrja ensku úrvalsdeildina þetta tímabilið á markalausu jafntefli gegn Crystal Palace. Hafnfirðingurinn var á sínum stað í byrjunarliði Everton í dag en nýju mennirnir Moise Kean og Jean-Philippe Gbamin máttu gera sér það að góðu að byrja á bekknum.TEAM NEWS IS IN! Here's how the Toffees start the 2019/20 #PL season... #CRYEVE pic.twitter.com/k70yBP416c— Everton (@Everton) August 10, 2019 Gestirnir frá Everton tóku öll völdin strax frá fyrstu mínútu og strax á 2. mínútu fékk Gylfi Sigurðsson gott færi en hann hitti boltann afar illa. Everton var mikið með boltann án þess að skapa sér mörg færi og var staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var meiri ferskleiki yfir heimamönnum sem fengu í tvígang mjög góð færi en Jordan Pickford varði afar vel í bæði skiptin. Gylfi fékk annað færi í síðari hálfleik en skot hans var bjargað á línu. Everton léku tíu síðasta stundarfjórðunginn eftir að Morgan Schneiderlin fékk sitt annað gula spjald. Moise Kean fékk að spreyta sig síðustu tuttugu mínúturnar en hann náði ekki að koma sér í nein færi enda leikmenn Everton einum færri. Lokatölur markalaust jafntefli.FULL-TIME Crystal Palace 0-0 Everton It finishes goalless at Selhurst Park after Morgan Schneiderlin is sent off in the second half #CRYEVEpic.twitter.com/oKyvzyYAxp— Premier League (@premierleague) August 10, 2019 Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Everton byrja ensku úrvalsdeildina þetta tímabilið á markalausu jafntefli gegn Crystal Palace. Hafnfirðingurinn var á sínum stað í byrjunarliði Everton í dag en nýju mennirnir Moise Kean og Jean-Philippe Gbamin máttu gera sér það að góðu að byrja á bekknum.TEAM NEWS IS IN! Here's how the Toffees start the 2019/20 #PL season... #CRYEVE pic.twitter.com/k70yBP416c— Everton (@Everton) August 10, 2019 Gestirnir frá Everton tóku öll völdin strax frá fyrstu mínútu og strax á 2. mínútu fékk Gylfi Sigurðsson gott færi en hann hitti boltann afar illa. Everton var mikið með boltann án þess að skapa sér mörg færi og var staðan markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var meiri ferskleiki yfir heimamönnum sem fengu í tvígang mjög góð færi en Jordan Pickford varði afar vel í bæði skiptin. Gylfi fékk annað færi í síðari hálfleik en skot hans var bjargað á línu. Everton léku tíu síðasta stundarfjórðunginn eftir að Morgan Schneiderlin fékk sitt annað gula spjald. Moise Kean fékk að spreyta sig síðustu tuttugu mínúturnar en hann náði ekki að koma sér í nein færi enda leikmenn Everton einum færri. Lokatölur markalaust jafntefli.FULL-TIME Crystal Palace 0-0 Everton It finishes goalless at Selhurst Park after Morgan Schneiderlin is sent off in the second half #CRYEVEpic.twitter.com/oKyvzyYAxp— Premier League (@premierleague) August 10, 2019