Sterling með þrennu í stórsigri meistaranna á Lundúnaleikvanginum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2019 13:15 Sterling skorar sitt þriðja mark og fimmta mark City. vísir/getty Raheem Sterling skoraði þrennu þegar Englandsmeistarar Manchester City rúlluðu yfir West Ham United, 0-5, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Jesus og Sergio Agüero voru einnig á skotskónum. Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni var mark dæmt af með hjálp myndbands. Á 53. mínútu skoraði Gabriel Jesus af stuttu færi eftir sendingu Raheems Sterling. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Sterling var rétt fyrir innan eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.NO GOALhttps://t.co/nOCybh8ExD // #WHUMCIpic.twitter.com/ATGUXVyAfq — talkSPORT (@talkSPORT) August 10, 2019 Markið sem var dæmt af kom skömmu eftir að Sterling kom City í 0-2. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Kevins De Bruyne og skoraði framhjá Lukasz Fabianski. City var miklu sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 25. mínútu. Jesus skoraði þá með lúmsku skoti eftir fyrirgjöf frá Kyle Walker. Sterling skoraði sitt annað mark á 75. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Fabianski. Hann skoraði svo sitt þriðja mark og fimmta mark City í uppbótartíma. Í millitíðinni skoraði Agüero fjórða mark City úr vítaspyrnu. Fabianski varði fyrst frá Agüero en endurtaka þurfti spyrnuna. Argentínumanninum urðu þá ekki á nein mistök í seinna skiptið. Enski boltinn
Raheem Sterling skoraði þrennu þegar Englandsmeistarar Manchester City rúlluðu yfir West Ham United, 0-5, í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Gabriel Jesus og Sergio Agüero voru einnig á skotskónum. Leikurinn var sögulegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni var mark dæmt af með hjálp myndbands. Á 53. mínútu skoraði Gabriel Jesus af stuttu færi eftir sendingu Raheems Sterling. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Sterling var rétt fyrir innan eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.NO GOALhttps://t.co/nOCybh8ExD // #WHUMCIpic.twitter.com/ATGUXVyAfq — talkSPORT (@talkSPORT) August 10, 2019 Markið sem var dæmt af kom skömmu eftir að Sterling kom City í 0-2. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu Kevins De Bruyne og skoraði framhjá Lukasz Fabianski. City var miklu sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir á 25. mínútu. Jesus skoraði þá með lúmsku skoti eftir fyrirgjöf frá Kyle Walker. Sterling skoraði sitt annað mark á 75. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Fabianski. Hann skoraði svo sitt þriðja mark og fimmta mark City í uppbótartíma. Í millitíðinni skoraði Agüero fjórða mark City úr vítaspyrnu. Fabianski varði fyrst frá Agüero en endurtaka þurfti spyrnuna. Argentínumanninum urðu þá ekki á nein mistök í seinna skiptið.