Enski boltinn

Segir að Koulibaly kosti 250 milljónir punda ef Harry Maguire er 80 milljóna punda virði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Koulibaly í leik með Napoli.
Koulibaly í leik með Napoli. vísir/getty
Eigandi Napoli, Aurelio De Laurentiis, skilur lítið í því að Manchester United hafi borgað 80 milljónir punda fyrir enska landsliðsmiðvörðinn, Harry Maguire.

Rauðu djöflarnir gerðu Maguire að dýrasti varnarmanni sögunnar er þeir keyptu hann í síðustu viku af Leicester en honum er ætlað að þétta raðirnar hjá United í vetur.

Hinn ítalski, Aurelio De Laurentiis, er þó afar hissa á þessum kaupum. Hann segir að hann myndi ekki borga krónu meira en 35 milljónir punda fyrir Maguire.





Hann ber saman Maguire við varnarmann Napoli, Kalidou Koulibaly, en Koulibaly hefur veirð eftirsóttur af liðum víðs vegar um heiminn.

Aurelio segir að ef Maguire kosti 80 milljónir punda þá myndi hann halda að Koulibaly myndi kosta um það bil 250 milljónir punda. Alvöru skot frá Ítalíu til Englands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×