Enski boltinn

Fyrirliði Manchester United genginn í raðir Evrópumeistaranna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Greenwood í leik með Englandi á HM í sumar.
Greenwood í leik með Englandi á HM í sumar. vísir/getty
Alex Greenwood, fyrirliði kvennaliðs Manchester United, hefur ákveðið að söðla um og hefur samið við Evrópumeistaranna í Lyon.

Vinstri bakvörðurinn hjálpaði United að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu en hún lék lykilhlutverk í liðinu og var fyrirliði liðsins.

Hún lýsti yfir ánægju sinni með skiptin á Twitter-síðu sinni þar sem hún sagði meðal annars að hún sé ánægð að ganga í raðir besta kvennaliðs heims.





Greenwood verður ekki eina enska landsliðskonan hjá Lyon því fyrir eru þær Lucy Bronze, Nikita Parris og Izzy Christiansen.

United tilkynnti á sunnudaginn að félögin hafi náð samkomulagi við Lyon um kaup á Greenwood en nú hafa svo félagaskiptin verið staðfest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×