Golf

Andri Már og Hlynur efstir en Íslandsmeistarinn er fimm höggum á eftir þeim

Anton Ingi Leifsson skrifar
Axel Bóasson.
Axel Bóasson. mynd/gsímyndir
Andri Már Óskarsson og Hlynur Geir Hjartarson eru með forystuna í karlaflokki eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholti um helgina.

Báðir koma þeir úr GOS en þeir kláruðu fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari. Andri Már fékk þrjá fugla á síðustu þremur holunum og endaði því hringinn frábærlega.

Sex kylfingar eru jafnir, höggi á eftir Andra og Hlyn, en það eru þeir Haraldur Franklín Magnús, Gísli Sveinbergsson, Andri Þór Björnsson, Kristófer Karl Karlsson, Hákon Örn Magnússon og Jóhannes Guðmundsson.

Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Axel Bóasson, náði sér ekki á strik í dag en Axel er á þremur höggum yfir pari eftir fyrsta hring.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem tryggði sér sæti á Áskorendamótaröðinni á dögunum er í 13. sætinu en hann spilaði á einu höggi yfir pari í dag.

Annar hringurinn af fjórum verður spilaður á morgun en stöðuna í heild sinni má sjá hér.

Staða efstu manna:

1.-2. Andri Már Óskarsson, GOS 69 högg (-2)

1.-2 Hlynur Geir Hjartarson, GOS 69 högg (-2)

3.-8. Haraldur Franklín Magnús, GR 70 högg (-1)

3.-8. Gísli Sveinbergsson, GK 70 högg (-1)

3.-8. Andri Þór Björnsson, GR 70 högg (-1)

3.-8. Kristófer Karl Karlsson, GM 70 högg (-1)

3.-8. Hákon Örn Magnússon, GR 70 högg (-1)

3.-8. Jóhannes Guðmundsson, GR 70 högg (-1)

9.-12. Rúnar Arnórsson, GK 71 (par)

9.-12. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71 högg (par)

9.-12. Haraldur Hilmar Heimisson, GR 70 högg (par)

9.-12. Daníel Ingi Sigurjónsson, GV 70 högg (par)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×