Enski boltinn

Segir umræðuna kjánalega um Manchester United og aðdráttarafl félagsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Lineker.
Gary Lineker. vísir/getty
Gary Lineker, sparkspekingur BBC Sport og fyrrum framherji, segir að það sé bull og vitleysa að Manchester United geti ekki lengur barist um heitustu bitana á leikmannamarkaðnum.

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, hefur sætt mikilli gagnrýni og margir rætt um að United sé ekki sama félag og það var fyrir nokkrum árum þar sem flestir leikmenn heims vildu spila fyrir félagið.

Lineker, sem stjórnar þættinum Match of the Day á BBC, gefur lítið fyrir þetta í löngu viðtali við Goal.com eftir að félagaskiptaglugganum var lokað í gær.

„Það er kjánalegt að segja að Manchester United sé ekki það sem þeir voru einu sinni og það er enginn spurning að þeir eru áfram frábært fótboltafélag,“ sagði Lineker við vefsíðuna Goal.

„Fótboltinn sveiflast hratt. Það vinnur enginn deildina endalaust lengur og það er gott því við viljum sjá ný sigurlið og nýjar sögur. United er áfram risa stórt fyrir hvern leikmann og það sáts með Harry Maguire í síðustu viku.“

Sparkspekingurinn nefndi Liverpool í sama viðtali og sagði að rökin um Manchester United héldu heldur ekki neinu vatni er rætt væri um Liverpool.

„Liverpool er frábært félag en þeir hafa ekki unnið deildina í 30 ár. Erum við því að tala um núna að þeir séu ekki með sama afl og eitt sinn útaf því? Þeir eru Evrópumeistarar, frábært félag og eru með frábært lið í dag. Fótboltinn er ekki bara svart og hvítt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×