Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2019 17:47 Fjölskylda fylgist með sprengingu í herstöð í Síberíu á mánudag. Annað mannskætt slys varð á vopnatilraunasvæði rússneska hersins í dag. AP/Dmitrí Dub Yfirvöld í rússnesku borginni Severodvinsk segja að bakgrunnsgeislun þar hafi aukist eftir að eldflaugarhreyfill sprakk á vopnatilraunasvæði í norðurhluta landsins í dag. Tveir eru sagðir hafa farist í sprengingunni og sex slasast til viðbótar. Loka hefur verið fyrir skipasiglingar á Hvítahafi vegna slyssins. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að eldflaugarhreyfill með fljótandi eldsneyti hafi sprungið og eldur hafi kviknað á skotsvæði í Nyonoksa í Arkhangelsk-héraði í norðvesturhluta landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Það neitar því að hættuleg efni hafi losnað út í andrúmsloftið í sprengingunni. Það stangast á við fullyrðingar yfirvalda í Severodvinsk, sem er um þrjátíu kílómetra austur af svæðinu, um að bakgrunnsgeislun hafi tekið skammvinnan kipp um klukkan tólf að staðartíma í dag. Þau segja að geislunin sé aftur komin í eðlilegt horf, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjóherinn noti svæðið þar sem sprengingin varð til að prófa skot- og stýriflaugar. Sprengingin er annað meiriháttar slysið hjá rússneska hernum í þessari viku. Einn lést og þrettán slösuðust þegar sprengingar urðu í vopnabúri í herstöð í Síberíu á mánudag. Rýma þurfti þorp í nágrenninu þar sem þúsundir manna búa vegna slyssins. Skipaumferð um Dvina-flóa í Hvítahafi hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um hversu stóru svæði sé lokað fyrir siglingum eða hvers vegna. Rússland Tengdar fréttir Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Yfirvöld í rússnesku borginni Severodvinsk segja að bakgrunnsgeislun þar hafi aukist eftir að eldflaugarhreyfill sprakk á vopnatilraunasvæði í norðurhluta landsins í dag. Tveir eru sagðir hafa farist í sprengingunni og sex slasast til viðbótar. Loka hefur verið fyrir skipasiglingar á Hvítahafi vegna slyssins. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að eldflaugarhreyfill með fljótandi eldsneyti hafi sprungið og eldur hafi kviknað á skotsvæði í Nyonoksa í Arkhangelsk-héraði í norðvesturhluta landsins, að sögn AP-fréttastofunnar. Það neitar því að hættuleg efni hafi losnað út í andrúmsloftið í sprengingunni. Það stangast á við fullyrðingar yfirvalda í Severodvinsk, sem er um þrjátíu kílómetra austur af svæðinu, um að bakgrunnsgeislun hafi tekið skammvinnan kipp um klukkan tólf að staðartíma í dag. Þau segja að geislunin sé aftur komin í eðlilegt horf, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að sjóherinn noti svæðið þar sem sprengingin varð til að prófa skot- og stýriflaugar. Sprengingin er annað meiriháttar slysið hjá rússneska hernum í þessari viku. Einn lést og þrettán slösuðust þegar sprengingar urðu í vopnabúri í herstöð í Síberíu á mánudag. Rýma þurfti þorp í nágrenninu þar sem þúsundir manna búa vegna slyssins. Skipaumferð um Dvina-flóa í Hvítahafi hefur verið stöðvuð vegna slyssins. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um hversu stóru svæði sé lokað fyrir siglingum eða hvers vegna.
Rússland Tengdar fréttir Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Konan sem ekið var á er látin Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Sjá meira
Vopnageymsla sprakk í Síberíu Þúsundir íbúa bæjarins Achinsk í Rússlandi hefur verið gert að yfirgefa heimili sín eftir nokkrar stórar sprengingar í vopnageymslu rússneska hersins sem er í nágrenni bæjarins. 5. ágúst 2019 22:20