Enski boltinn

Guardiola segir að enska úrvalsdeildin verði ekki tveggja hesta kapphlaup milli Man. City og Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola á hliðarlínunni í Samfélagsskildinum.
Guardiola á hliðarlínunni í Samfélagsskildinum. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að enska úrvalsdeildin í vetur verði ekki kapphlaup tveggja liða um meistaratitilinn eins og á síðasta ári.

Margir spekingarnir hafa rætt um að aðra leiktíðina í röð verði Manchester City og Liverpool í sérflokki en Chelsea, í 3. sætinu, voru 26 stigum frá ensku meisturunum í City á síðustu leiktíð.

„Ég held að þetta verði öðruvísi. Öll félögin hafa tekið skref fram á við,“ sagði Guardiola er hann ræddi um næstu leiktíð við Sky Sports.





„Önnur félög verða að ná því sem við og Liverpool gerðum á síðustu leiktíð. Liverpool og Man. City sýndu að þetta er hægt og önnur lið verða að reyna.“

„En með gæðin sem þrjú, fjögur eða fimm önnur lið eru með þá geta þau gert það. Verður þetta jafnara? Ég held það,“ sagði Spánverjinn brattur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×