Popovich: Bandaríkin ekki að mæta með C-lið á HM Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2019 08:00 Kemba Walker verður í lykilhlutverki hjá Bandaríkjamönnum á HM í Kína. vísir/getty Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi. NBA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríska landsliðið í körfubolta mætti til æfinga vestanhafs í gær og hóf þar með formlegan undirbúning fyrir HM í Kína sem hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Óhætt er að segja að oft hafi verið meiri stjörnufans þegar þessi langbesta körfuboltaþjóð heims mætir til æfinga með landsliðinu en stærstu stjörnur NBA deildarinnar gefa ekki kost á sér í verkefnið. Þar að auki hafa nokkrir af þeim leikmönnum sem ætluðu sér að vera með dregið sig úr hópnum á undanförnum vikum. Í þeim hópi eru til að mynda James Harden, Anthony Davis, Damian Lillard og Russell Westbrook. LeBron James, Steph Curry, Klay Thompson, Kawhi Leonard, Kyrie Irving og fleiri góðir höfðu áður gefið út að þeir hygðust ekki taka þátt í þessu verkefni auk þess sem Kevin Durant er frá vegna meiðsla.A lot to like about this group. First look at the USA Men's National Team training camp squad. pic.twitter.com/TS248Jguqr — USA Basketball (@usabasketball) August 6, 2019Hefur fjarvera allra helstu stórstjarnanna valdið töluverðu fjaðrafoki í körfuboltasamfélaginu í Bandaríkjunum en liðið vann gull á HM 2014 þar sem áðurnefndur Irving var valinn besti leikmaður mótsins en þá léku Curry, Thompson, Harden og Davis allir með liðinu. Það vantar þó ekki stórstjörnur í þjálfarateymi liðsins þar sem Gregg Popovich mun þjálfa það á HM í Kína og hefur Steve Kerr meðal aðstoðarmanna. Popovich kveðst ánægður með hópinn þó allar helstu stjörnurnar vanti. „Ég hef sagt það áður og segi enn að við verðum í góðum málum. Við búum vel að því að hafa mikla breidd í bandarískum körfubolta. Allir leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér,“ segir Popovich. „Þetta eru ekki C-liðsmenn. Þið hafið heyrt mikla gagnrýni varðandi þá sem eru ekki með liðinu en ég held áfram að segja að þetta snýst um þá sem eru mættir hérna. Það eru mikil gæði í hópnum og það verður erfitt að skera niður í 12 manna hóp,“ segir Popovich. Á meðal stærstu stjarnanna sem þó eru í hópnum ber helsta að nefna Kemba Walker, Kyle Lowry og Jayson Tatum. Bandaríkin mæta Tékklandi á fyrsta mótsdegi þann 31.ágúst næstkomandi.
NBA Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Sjá meira