Innlent

Dæmt í máli Kristins gegn HR

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Kristinn Sigurjónsson.
Kristinn Sigurjónsson.
Í dag klukkan 14 verður kveðinn upp dómur í máli Kristins Sigurjónssonar gegn Háskólanum í Reykjavík. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp í október á síðasta ári.

Kristinn krefur skólann um tæplega 57 milljónir króna vegna uppsagnarinnar sem hann telur ólögmæta. Stefnan var birt 4. desember og var málið tekið fyrir í héraðsdómi í byrjun júní.

„Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir karlmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar,“ voru meðal ummæla sem höfð voru eftir Kristni í hópnum Karlmennskuspjallið.

Eftir fréttaflutning DV um málið var Kristinn boðaður á fund mannauðsstjóra og gefinn kostur á að segja upp ellegar verða sagt upp.

Stefnan er byggð á því að Kristinn hafi réttindi opinberra starfsmanna, enda hafi hann starfað hjá Tækniháskólanum fyrir sameiningu við HR. Tiltekið er að Kristinn hafi ekki fengið skriflega áminningu og vísað er í tjáningarfrelsi hans.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×