Ólafía Þórunn breytti plönunum sínum og verður með á Íslandsmótinu í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty/Jorge Lemus Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu. Golf Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, verður meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi í vikunni en þetta er í fyrsta sinn sem hún verður með eftir að hún vann sér þátttökurétt á bandarísku mótaröðinni. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, hefur ákveðið taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Grafarholtsvelli 8.-11. ágúst,“ segir í tilkynningu frá Ólafíu og KPMG á Íslandi. Það verður nóg að gera hjá Ólafíu Þórunni næstu daga því hún tók þátt í Einvíginu á Nesinu í gær og helgina eftir Íslandsmótið er mót á Symetra mótaröðinni. Þar með er ekki allt talið því á mánudeginum í kjölfarið á mótinu á Symetra mótaröðinni tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir LPGA mót sem fer fram helgina þar á eftir. „Það er mjög óvænt að ég taki þátt í Íslandsmótinu. Ég var að spila Grafarholtið um daginn og fannst það svo rosalega gaman. Mig kitlaði í fingurna að vera með í mótinu, þannig að ég hugsaði þetta í nokkra daga og í framhaldinu ákvað ég að breyta plönunum mínum aðeins og láta vaða. Það verður gaman að spila aftur á Íslandi, sérstaklega í Grafarholtinu þar sem ég ólst upp,“ sagði Ólafía Þórunn í fyrrnefndri fréttatilkynningu. Ólafía Þórunn var síðast með á Íslandsmótinu í golfi árið 2016 og varð þá Íslandsmeistari í þriðja sinn. Hún vann einnig árin 2011 og 2014. Ólafía Þórunn setti met á Íslandsmótinu á Akureyri 2016 þegar hún lék á ellefu höggum undir pari. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur hins vgegar átt frekar erfitt uppdráttar á þessu tímabili og hefur bara einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn á LPGA-mótum ársins. Ólafía missti keppnisrétt sinn á LPGA-mótaröðinni í fyrra en hefur tekið þátt í sex LPGA mótum í ár og er í 176. sæti á peningalistanum. Ólafía er með keppnisrétt á Symetra-mótaröðinni. Þar hefur hún tekið þátt í sjö mótum og er í 148. sæti peningalistans. Ólafía hefur komist í gegnum niðurskurðinn á síðustu þremur mótum þar sem hún endaði í 45., 51. og 56. sæti. Íslandsmótið fer fram í Grafarholti á 85 ára afmæli klúbbsins og það eru frábærar fréttir fyrir GR að besti kvennkylfingurinn í sögu þess spili á mótinu. Hún ætti líka að þekkja vel til í Grafarholtinu.
Golf Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira