Pogba á forsíðu AS í morgun: „Þegiðu og spilaðu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 09:00 Paul Pogba á forsíðu AS. Forsíða AS Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United. Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Paul Pogba er enn leikmaður Manchester United og fyrsti leikur liðsins er gegn Chelsea um næstu helgi. Solskjær heldur því statt og stöðugt fram að Pogba sé ekki á förum frá Old Trafford. Umboðsmaður Pogba er samt ekki búinn að gefast upp. Forsíðufrétt spænska miðilsins AS er um Paul Pogba og stöðu mála. Félagaskiptaglugganum á Englandi verður lokað á fimmtudaginn kemur og það er óhugsandi að United láti Pogba fara eftir það. Því eru aðeins nokkrir dagar til stefnu. Paul Pogba er að sussa á forsíðu AS í morgun og yfir myndinni stendur „Silencio, se juega" eða „Þegiðu og spilaðu“ á íslensku. Þetta táknar óánægju Pogba á Old Trafford og pressuna sem hann hefur sett til að komast til síns óskaliðs. Þetta mál er enn eitt dæmið um hvernig bestu leikmenn heims reyna að þvinga fram nær ómöguleg félagaskipti og því verður mjög fróðlegt að hlera fréttir úr herbúðum United fram á fimmtudaginn.¡Muy buenos días! Esta es la #PortadaAS de hoy, martes 6 de agosto "Silencio, se juega" pic.twitter.com/8S0m5HSWZb — AS (@diarioas) August 6, 2019 Mikið hefur verið gert úr óánægju Paul Pogba hjá Manchester United og að hann vilji komast til Meistaradeildarliðs. Real Madrid er þar efst á blaði og það er mikill áhugi hjá Zinedine Zidane að fá franska miðjumanninn á Bernabéu. Pogba vill helst fara til Zidane vitandi það að franski stjórinn er hrifinn af honum. Pogba hefur líka taugar til Juventus þar sem hann varð að „manni“ á knattspyrnuvellinum og spilaði nokkur mjög góð ár áður en Manchester United keypti hann. Blaðamenn AS halda því aftur á móti fram að umræddur Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, sé hins vegar meira að nota Juventus til að auk pressuna á Real Madrid því ítalska félagið hefur væntanlega ekki efni á að kaupa feitan bita eins og Pogba. Það nýjasta er þó að Juventus sé tilbúið að bjóða þrjá leikmenn í skiptum fyrir Pogba. Real Madrid þarf síðan að bjóða miklu betur en hingað til. Fjölmiðlar sögðu frá hálf dapurlegu fyrsta tilboði Real Madrid í Pogba sem United hafnaði um leið. Real Madrid átti að hafa boðið 27,6 milljónir punda plús kólumbíska landsliðsmanninn James Rodriguez.El United ha rechazado una oferta del Madrid de James más 30M€ por Pogba El club inglés, que está empeñado en no vender al francés por debajo de los 170 millones de euros, han considerado escasa la propuestahttps://t.co/ojR6OJ9Nkk — AS (@diarioas) August 6, 2019 Manchester United hefur sagt að Pogba sé ekki til sölu en ef að félagið ætlaði að selja hann þá færi hann aldrei fyrir minna en 150 milljónir punda. Real Madrid er þegar búið að eyða 250 milljónum punda í sumar og eina leiðin til að eiga fyrir Pogba væri að selja Gareth Bale fyrir stóra upphæð. Það lítur því allt út fyrir það að stuðningsmenn United þurfi að upplifa óvissuástand allt fram á fimmtudaginn. Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba, er í Manchester en hann var að ganga frá kaupum Everton á Moise Kean. Nú fer hann væntanlega á fullt í að losa Pogba úr „prísundinni“ eins fáránlega og það hljómar í augum stuðningsmanna Manchester United.
Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira