Shibuno náði forystunni á Opna breska með sex fuglum á síðustu níu holunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2019 19:14 Shibuno lék á fimm höggum undir pari í dag. vísir/getty Hinako Shibuno frá Japan er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi, fimmta og síðasta risamóti ársins hjá konunum. Shibuno lék frábærlega á seinni níu holunum í dag þar sem hún fékk sex fugla. Hún lék á fimm höggum undir pari í dag.Hinako Shibuno started Round 3 three-shots back, but finished strong with a back-nine 30 to take a two-shot lead into Sunday's final round @AIGWBO. Highlights >> pic.twitter.com/3eW67BsWeC — LPGA (@LPGA) August 3, 2019 Sú japanska komst þar með upp fyrir Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina og náði mest fimm högga forystu í dag. Öfugt við Shibuno gaf Buhai eftir á seinni níu holunum sem hún lék á þremur höggum yfir pari. Buhai var á pari í dag og er samtals á tólf höggum undir pari. Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu er þriðja á samtals ellefu höggum undir pari. Hún lék á fjórum höggum undor pari í dag. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum lék mjög vel í dag, eða á sex höggum undir pari. Hún er í 4. sæti á samtals tíu höggum undir pari ásamt löndu sinni, Lizette Salas, og efstu konu heimslistans, Jin Young Ko frá Suður-Kóreu. Georgia Hall, sem vann Opna breska í fyrra, er í 27. sæti, tíu höggum á eftir Shibuno.Hinako Shibuno - also known as the "Smiling Cinderella" fired a 5-under 67 during Round 3 @AIGWBO to finish with a 2-stroke lead heading into Sunday's final round.#NECLPGAStatspic.twitter.com/0nn5pmek4J — LPGA (@LPGA) August 3, 2019 Bein útsending frá lokadegi Opna breska hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf á morgun. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinako Shibuno frá Japan er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi, fimmta og síðasta risamóti ársins hjá konunum. Shibuno lék frábærlega á seinni níu holunum í dag þar sem hún fékk sex fugla. Hún lék á fimm höggum undir pari í dag.Hinako Shibuno started Round 3 three-shots back, but finished strong with a back-nine 30 to take a two-shot lead into Sunday's final round @AIGWBO. Highlights >> pic.twitter.com/3eW67BsWeC — LPGA (@LPGA) August 3, 2019 Sú japanska komst þar með upp fyrir Ashleigh Buhai frá Suður-Afríku. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina og náði mest fimm högga forystu í dag. Öfugt við Shibuno gaf Buhai eftir á seinni níu holunum sem hún lék á þremur höggum yfir pari. Buhai var á pari í dag og er samtals á tólf höggum undir pari. Sung Hyun Park frá Suður-Kóreu er þriðja á samtals ellefu höggum undir pari. Hún lék á fjórum höggum undor pari í dag. Morgan Pressel frá Bandaríkjunum lék mjög vel í dag, eða á sex höggum undir pari. Hún er í 4. sæti á samtals tíu höggum undir pari ásamt löndu sinni, Lizette Salas, og efstu konu heimslistans, Jin Young Ko frá Suður-Kóreu. Georgia Hall, sem vann Opna breska í fyrra, er í 27. sæti, tíu höggum á eftir Shibuno.Hinako Shibuno - also known as the "Smiling Cinderella" fired a 5-under 67 during Round 3 @AIGWBO to finish with a 2-stroke lead heading into Sunday's final round.#NECLPGAStatspic.twitter.com/0nn5pmek4J — LPGA (@LPGA) August 3, 2019 Bein útsending frá lokadegi Opna breska hefst klukkan 11:00 á Stöð 2 Golf á morgun.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira