Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 12:47 Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ á setningu mótsins í gær. UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira