Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ Gígja Hilmarsdóttir skrifar 3. ágúst 2019 12:47 Guðni ávarpaði gesti Unglingalandsmóts UMFÍ á setningu mótsins í gær. UMFÍ Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára. Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Unglingalandsmót UMFÍ hófst í dag en mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um helgina. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpaði hátíðargesti á setningu mótsins í gær en hann er á mótinu ásamt Elizu Reid og tveimur af börnum þeirra. Guðni rifjaði upp að nú væri tæp þrjú ár frá því að hann tók við embætti forseta og sagði að ekki liði sá dagur sem hann hugsaði ekki til þess hversu mikill heiður honum hafi hlotnast. Hann sagði líklega hvergi betra að vera þjóðhöfðingi á Íslandi. Hann ávarpaði börnin og hvatti þau til að rækta ungmennafélagandann og nýta hann til góðra verka. „Þegar ég segi að ykkar sé framtíðin, þá langar mig að bæta því við að okkar er framtíðin líka – okkar sem eldri erum. Mér finnst stundum eins og við séum að búa til að óþörfu kynslóðabil í okkar annars ágæta samfélagi. Þetta er unglingalandsmót. En við hin eldri erum líka hér til þess að skemmta okkur,“ sagði Guðni.Ætla má að um 5000 manns séu á Höfn um helgina en um 1000 ungmenni eru skráð til leiks á Unglingalandsmótinu.UMFÍMikil þátttaka í „óhefðbundnum“ íþróttagreinum Fréttamaður náði tali af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur, formanni Ungmennasambandsins Úlfljóts og sagði hún að í dag hafi verið keppt flestum greinum mótsins. „Þetta ver vel af stað, hér er mikil gleði,“ segir Jóhanna. Í ár eru um þúsund ungmenni skráð á Unglingalandsmót en boðið er upp á tuttugu keppnisgreinar. „Það er rosalega mikil þátttaka í strandblaki, strandhandbolta og kökuskreytingum. Við erum að brjóta okkur út úr þessum hefðbundnu greinum og við erum ægilega glöð með það. Maður sér að krakkarnir eru bara að skemmta sér,“ segir Jóhanna. Í kvöld verður kvöldvaka þar sem tónlistarmennirnir Daði Freyr og Bríet leika fyrir dansi. Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið reglulega frá árinu 1992 og er vímulaus hátíð fyrir börn og ungmenni á aldrinum 11 til 18 ára.
Forseti Íslands Hornafjörður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira