Besti tíminn fyrir þurrflugu í Elliðavatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. ágúst 2019 12:00 Síðsumarið er frábær tími í Elliðavatni. Mynd: Atli Bergman Elliðavatn er oft kallað háskóli silungsveiðimannsins enda getur vatnið verið bæði gjöfult og krefjandi og það er yfirleitt haft á orði að náir þí góðum tökum á því getur þú veitt vel allsstaðar. Það er mikið til í því að segja að Elliðavatn sé krefjandi en það er líka ákaflega skemmtilegt vatn sem breytir um karakter nokkrum sinnum yfir sumarið. Núna stendur yfir sá tími sem mörgum finnst einna skemmtilegastur í vatninu en það eru síðkvöldin þegar það er farið að gæta rökkurs. Þá fer stærri urriðinn að fara á stjá og sýna sig. Á kvöldin fara veiðimenn helst í að reyna ná þessum stóra urriða með straumflugu en það má einmitt oft sjá boðaföll á engjunum þegar hann er að elta smábleikju og hornsíli. Morgnanir eru líka skemmtilegir á þessum tíma en þá er gott að vera kominn við vatnið strax í dögun þegar silungurinn í vatninu er í mestu fæðuleit dagsins og þá, sérstaklega á hlýjum stilltum morgnum er þurrflugan alveg meiriháttar skemmtileg. Elliðavatn er nefnilega ekki þrátt fyrir þrálátan orðróm ekki bara vorveiðivatn, það er hægt að gera fína veiði í því allt tímabilið. Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði
Elliðavatn er oft kallað háskóli silungsveiðimannsins enda getur vatnið verið bæði gjöfult og krefjandi og það er yfirleitt haft á orði að náir þí góðum tökum á því getur þú veitt vel allsstaðar. Það er mikið til í því að segja að Elliðavatn sé krefjandi en það er líka ákaflega skemmtilegt vatn sem breytir um karakter nokkrum sinnum yfir sumarið. Núna stendur yfir sá tími sem mörgum finnst einna skemmtilegastur í vatninu en það eru síðkvöldin þegar það er farið að gæta rökkurs. Þá fer stærri urriðinn að fara á stjá og sýna sig. Á kvöldin fara veiðimenn helst í að reyna ná þessum stóra urriða með straumflugu en það má einmitt oft sjá boðaföll á engjunum þegar hann er að elta smábleikju og hornsíli. Morgnanir eru líka skemmtilegir á þessum tíma en þá er gott að vera kominn við vatnið strax í dögun þegar silungurinn í vatninu er í mestu fæðuleit dagsins og þá, sérstaklega á hlýjum stilltum morgnum er þurrflugan alveg meiriháttar skemmtileg. Elliðavatn er nefnilega ekki þrátt fyrir þrálátan orðróm ekki bara vorveiðivatn, það er hægt að gera fína veiði í því allt tímabilið.
Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Lífleg veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði