Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Sjá meira