Föstudagsplaylisti sideproject Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 2. ágúst 2019 11:30 Myndræn framsetning á eðli sveitarinnar. aðsend Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Rafsuðuþríeykið sideproject samanstendur af Örlygi Steinari Arnalds, Atla Finnssyni og Hjálmari Karlssyni. Þeir eru allir innvígðir og innmúraðir meðlimir unglistafylkingarinnar post-dreifingar sem hefur mikið látið á sér kræla síðustu ár. Atli og Örlygur eru einnig meðlimir fjölmennu kraut-brælusveitarinnar Korter í flog sem er sömuleiðis nátengd post-dreifingu, en sveitin á einmitt gestainnkomu á laginu Skjóta Andy Warhol, Pt. 1 af nýútkominni tvöfaldri plötu sideproject. Platan, sem kom út fyrir viku síðan, er önnur útgáfa sveitarinnar og ber titilinn sandinista release party / ætla að fara godmode. Áður hafði komið út með þeim platan isis emoji. Tryllingslegt taktsull og önnur rafglöp sveitarinnar njóta stuðnings ýmissa annarra listamanna en Korters í flog á plötunni nýju, þar má t.d. nefna GRÓU, Bleachkid, dj flugvél og geimskip, susan_creamcheese, SiGRÚN og Stirni. Sveitin kemur fram síðla laugardagskvölds á Norðanpaunki á Laugarbakka um helgina, en sú samkoma er að öllu leyti skipulögð og framkvæmd með sjálfboðavinnu, án gróðasjónarmiða. Slík speki einkennir einmitt líka um margt post-dreifingu. Lagalistinn minnir kannski að einhverju leyti á tónleika sveitarinnar, með minni ofsakeyrslu en meiri furðulegheitum. Svolítið eins og pulsa með kartöflusalati, túnfiskssalati, remúlaði, gúrkum, tómötum og kokteilssósu. Maður heldur að það eigi ekki að passa saman en svo gerir það það.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira