Hubble fann reikistjörnu í laginu eins og ruðningsbolti Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2019 17:04 Teikning af því hvernig WASP-121b gæti litið út. Ógnarsterkir flóðkraftar toga og teygja reikistjörnuna þannig að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. NASA/ESA/J. Olmsted Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fjarreikistjarna sem fannst með Hubble-geimsjónaukanum gengur svo þétt um móðurstjörnu sína að flóðkraftar valda því að hún er í laginu eins og ruðningsbolti. Svo heitur verður lofthjúpur reikistjörnunnar að þungmálmar sleppa úr honum út í geim. WASP-121b er gasrisi í sólkerfi um 900 ljósárum frá jörðinni, svonefndur „heitur Júpíter“. Það eru gasrisar sem ganga þétt upp við móðurstjörnu sína með stuttan umferðartíma þannig að lofthjúpur þeirra hitnar mikið. Svo þétt gengur WASP-121b upp við sína stjörnu að efri lög lofthjúpsins ná rúmlega 2.500°C hita. Það er tífalt heitara en lofthjúpur nokkurrar annarrar þekktrar reikistjörnu. Yfirleitt eru heitir gasrisar nógu svalir að innan til að þyngri frumefni eins og magnesíum og járn þéttist í ský. Á þessari fjarreikistjörnu er hitinn svo mikill að magnesíum og járn streyma út úr lofthjúpnum og út í geim. Þetta er í fyrsta skipti sem þyngri frumefni en vetni eða helíum sjást sleppa frá heitum gasrisa, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þungmálmarnir sleppa að hluta til vegna þess að reikistjarnan er svo stór og útblásin að þyngdarkraftur hennar er tiltölulega veikur. Þetta er reikistjarna sem verið er að rífa lofthjúpinn af,“ segir David Sing frá Johns Hopkins-háskóla í Baltimore.Gastegundir streyma út eins og fljót Móðurstjarnan er bjartari og heitari en sólin okkar. Útfjólubláir geislar hennar baka efri hluta lofthjúps WASP-121b. Stjörnufræðingar telja að málmarnir eigi mögulega þátt í að hita hann enn frekar þar sem þeir gera lofthjúpinn ógegnsærri á fjólublátt ljós. WASP-121b er jafnframt svo nálægt móðurstjörnunni að hún er á mörkum þess að rifna í sundur af völdum flóðkraftanna. Þeir valda því að lögun reikistjörnunnar líkist ruðningsbolta. Athuganirnar á WASP-121b eru sagðar hjálpa stjörnufræðingum að skilja hvernig reikistjörnur glata lofthjúpi sínum. Reikistjörnur verða til úr ryk- og gasskífum og lofthjúpur þeirra verður yfirleitt til úr léttustu gastegundum, vetni og helíum, sem eru jafnframt algengustu frumefni alheimsins. Lofthjúpurinn rýrnar eftir því sem reikistjarnan nálgast móðurstjörnu sína. „Heitir Júpíterar eru aðallega úr vetni og Hubble er mjög næmur fyrir vetni þannig að við vitum að þessar reikistjörnur geta tapað gasi tiltölulega auðveldlega. Í tilfelli WASP-121b flæðir vetnis- og helíumgas út, næstum eins og fljót, og það dregur með sér þessar málma. Þetta er mjög skilvirk leið fyrir massatap,“ segir Sing.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32 Vatn víða að finna á fjarlægum plánetum 18. ágúst 2018 08:30 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Fundu sterkar vísendingar um fyrsta fjartunglið Tunglið er tröllaukið, á stærð við Neptúnus. Verði fundurinn staðfestur er þetta fyrsta tunglið sem menn finna utan sólkerfisins okkar. 4. október 2018 23:32
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00