Upphitun: Síðasta keppni fyrir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 1. ágúst 2019 18:00 Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í rigningunni í Þýskalandi fyrir viku. Getty Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira