Upphitun: Síðasta keppni fyrir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 1. ágúst 2019 18:00 Max Verstappen stóð uppi sem sigurvegari í rigningunni í Þýskalandi fyrir viku. Getty Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50. Formúla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Tólfta umferðin í Formúlu 1 fer fram á Hungaroring brautinni í Ungverjalandi um helgina. Liðin fá aðeins tæpa viku til að ferðast frá Þýskalandi þar sem einn magnaðasti kappakstur sögunnar átti sér stað um síðustu helgi. ,,Þetta var versta keppnin mín á ferlinum’’ sagði Lewis Hamilton í rigningunni á Hockenheim. Þrátt fyrir það jók hann forskot sitt í heimsmeistaramótinu á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas, um tvö stig þar sem Bottas datt úr leik eftir að hafa klesst á vegg. Takist Max Verstappen að ná öðrum sigri um helgina gæti hann sett pressu á Mercedes ökumennina þó að staða þeirra í mótinu virðist nánast örugg. Eftir keppnina í Búdapest um helgina fer Formúlan í mánaðar sumarfrí. Næsta umferð fer fram í Belgíu um næstu mánaðarmót.Lewis Hamilton vann ungverska kappaksturinn í fyrra.GettyErfitt að taka framúrTímatökurnar verða mjög mikilvægar, erfitt er að taka framúr á brautinni í Búdapest og verður því lykilatriði að ná ráspól á laugardaginn. Hamilton er sigursælasti ökuþórinn á Hungaroring brautinni með sex sigra. Keppnin hefur verið haldin hvert einasta ár síðan 1986 og laðar að á milli 200 og 300 þúsund manns ár hvert. Íslendingurinn Baldvin Hansson verður starfsmaður á keppninni um helgina. Hann verður aðstoðarmaður brautarstjóra og situr þá einnig í keppnisstjórn. ,,Ég er hér til að safna þekkingu sem mun nýtast okkur beint við starfið á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins’’ sagði Baldvin í samtali við Vísi. Útsending frá keppninni hefst á sunnudag klukkan 12:50 á Stöð 2 Sport 2. Tímatökur hefjast á sama tíma á laugardaginn og æfing verður einnig í beinni á laugardaginn klukkan 09:50.
Formúla Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Fleiri fréttir Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti