Þremur íslenskum CrossFit stelpum spáð meðal fjögurra efstu á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2019 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir tók sjálfu af sér og öllum íslensku keppendunum en með henni á myndinni eru Katrín Tanja, Sara, Björgvin Karl, Þuríður Erla og Eik. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit hefjast í dag í Madison í Wisconsin-fylki. Þetta eru þrettándu heimsleikarnir frá upphafi og eins og áður ætlar íslenska CrossFit fólkið að láta til sína taka á leikunum í ár. Veðbankar heimsins hafa líka mikla trú á íslensku stelpunum í ár þótt þeir telji að sigurganga tveggja magnaðra íþróttamanna haldi áfram. Bandaríkjamaðurinn Mat Fraser hefur unnið þrjú ár í röð hjá körlunum og hin ástralska Tia-Clair Toomey getur unnið þriðja árið í röð hjá konunum. Þeim er spáð sigri hjá veðbönkunum. Tia-Clair Toomey ætti hins vegar að fá mestu keppnina frá íslenskum CrossFit-drottningunum því okkar konur eiga næstu þrjú sæti hjá veðbönkunum. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er líklegust til afreka af íslensku konunum en hún er í öðru sæti hjá spámönnunum. Sara hefur átt magnað ár í ár og mætir líka mjög hungruð til leiks enda sú eina af þessum þremur íslensku CrossFit-drottningunum sem hefur ekki unnið heimsleikana. Það hefur bara örlítið vantað upp á hjá Söru síðustu ár en margir binda vonir til þess að nú hafi hún lukkuna með sér í liði. Katrín Tanja Davíðsdóttir er spáð þriðja sætinu eða sama sæti og hún tók í fyrra. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana tvisvar sinnum eða 2015 og 2016 og hefur verið að gera frábæri hluti sem stórstjarna í CrossFit sportinu. Katrín Tanja tryggði sig snemma inn á leikana og fékk því nægan tíma til að stilla sig inn á ágúst 2019. Goðsögninni Anníe Mist Þórisdóttur er einnig spáð velgengni á tíundu heimsleikunum sínum en veðbankar spá henni fjórða sætinu. Anníe Mist kom CrossFit á kortið á Íslandi þegar hún varð fyrsta konan í sögunni til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum en hún hefur alls fimm sinnum komist á verðlaunapall sem er met. Hjá körlunum Björgvini Karli Guðmundssyni er líka spáð góðu gengi og er oftast meðal efstu fjögurra efstu þegar veðbankar eru að spá. Þeir sem eru settir á undan honum eru fyrrnefndur Mat Fraser og svo Kanadamennirnir Patrick Vellner og Brent Fikowski. Björgvin Karl er eini Íslendingurinn sem keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár.Vísir og Stöð 2 Sport 3 verða með beina útsendingu frá heimsleikunum í ár og hér á Vísi munum við líka bjóða upp á beina textalýsingu frá keppninni. Heimsleikarnir hefjast í dag 1. ágúst en lýkur á sunnnudaginn kemur. Útsendingin frá þessum fyrsta degi hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma en textalýsingin byrjar aðeins fyrr. View this post on InstagramIceland Strong! #ready #strong #proud #dottir A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Jul 30, 2019 at 6:04pm PDT
CrossFit Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Newcastle - Tottenham | Sex stiga leikur í norðrinu Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis Barcelona - Atlético Madrid | Stórslagur á Spáni „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira