Íslenski boltinn

Lilja dæmdi á Arion banka mótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lilja tók að sér að dæma leiki á Arion banka mótinu í Víkinni.
Lilja tók að sér að dæma leiki á Arion banka mótinu í Víkinni. mynd/stöð 2
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, brá sér í hlutverk dómara á Arion banka mótinu í Víkinni um helgina. Mótið er fyrir 7. og 8. flokk stráka og stelpna.

„Sjálfboðaliðar bera uppi íþróttahreyfinguna. Börnin mín eru í Víkingi, það vantaði sjálfboðaliða og ég bauð mig að sjálfsögðu fram,“ sagði Lilja í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.

Hún segir að barna- og unglingastarfið í íþróttum skipti gríðarlega miklu máli.

„Þetta er grunnurinn að öllu. Þetta er grunnurinn að því að krökkunum gangi vel í skóla og það er gríðarlega mikilvægt að það sé jafnt aðgengi fyrir alla. Þetta er bara lykilinn að því að okkur gangi vel sem þjóð,“ sagði Lilja. En var ekkert mál fyrir hana að dæma?

„Ég viðurkenni að ég er svolítið stressuð. En ég er búin að dæma einn og hitt verður þá bara lauflétt,“ svaraði Lilja.

Þáttur um Arion banka mótið verður sýndur á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn.

Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Mennta- og menningarmálaráðherra dæmdi á Arion banka mótinu
 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×