Missti næstum því af rástíma sínum á lokadeginum eftir að elding kveikti í hótelinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 11:30 Phil Mickelson teygir á fyrir fyrsta högg á lokahringnum í gær og er eflaust að segja Brooks Koepka frá ævintýrum sínum um morguninn. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira