Kínverjar ætla ekki að sitja hjá og horfa á mótmælin í Hong Kong Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. ágúst 2019 07:30 Mótmælendur í Hong Kong. Mynd/AFP Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. Þetta sagði Chen Wen, erindreki Kínverja í Lundúnum, við breska ríkisútvarpið í gær. Undanfarna daga hafa verið fluttar af því fréttir að þúsundir kínverskra herlögregluþjóna hafi verið fluttar til Shenzen, steinsnar frá Hong Kong, og í gær gengu á annað hundrað þúsunda mótmælenda um götur Hong Kong. Krafan var skýr og hefur ekki breyst. Mótmælendur vilja að frumvarp borgaryfirvalda um að heimila framsal til Kína verði drepið alfarið, en það hefur nú verið dregið til baka. Þá vilja þeir að borgaryfirvöld lýsi því yfir að mótmælin séu ekki óeirðir, að handteknir og ákærðir mótmælendur verði leystir úr haldi og að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, segi af sér. Þá er farið fram á óháða rannsókn á valdbeitingu lögreglu og vilja mótmælendur meina að lögreglulið borgarinnar hafi beitt táragasi og gúmmíkúlubyssum að óþörfu. Af þessu hefur ekki orðið. Deginum ljósara er að kínverski Kommúnistaflokkurinn á meginlandinu er afar ósáttur við það að mótmælunum linni ekki. Hafa talsmenn flokksins á undanförnum dögum og vikum meðal annars sagt mótmælunum svipa til hryðjuverka en mótmælendum hefur ítrekað lent saman við lögreglu. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Heræfing nærri Hong Kong Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 16. ágúst 2019 06:00 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Ef mótmælin í Hong Kong halda áfram og stjórnvöld í kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong ná ekki stjórn á mótmælendum mun ríkisstjórn Kína í Peking ekki sitja hjá og einfaldlega fylgjast með. Þetta sagði Chen Wen, erindreki Kínverja í Lundúnum, við breska ríkisútvarpið í gær. Undanfarna daga hafa verið fluttar af því fréttir að þúsundir kínverskra herlögregluþjóna hafi verið fluttar til Shenzen, steinsnar frá Hong Kong, og í gær gengu á annað hundrað þúsunda mótmælenda um götur Hong Kong. Krafan var skýr og hefur ekki breyst. Mótmælendur vilja að frumvarp borgaryfirvalda um að heimila framsal til Kína verði drepið alfarið, en það hefur nú verið dregið til baka. Þá vilja þeir að borgaryfirvöld lýsi því yfir að mótmælin séu ekki óeirðir, að handteknir og ákærðir mótmælendur verði leystir úr haldi og að Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar, segi af sér. Þá er farið fram á óháða rannsókn á valdbeitingu lögreglu og vilja mótmælendur meina að lögreglulið borgarinnar hafi beitt táragasi og gúmmíkúlubyssum að óþörfu. Af þessu hefur ekki orðið. Deginum ljósara er að kínverski Kommúnistaflokkurinn á meginlandinu er afar ósáttur við það að mótmælunum linni ekki. Hafa talsmenn flokksins á undanförnum dögum og vikum meðal annars sagt mótmælunum svipa til hryðjuverka en mótmælendum hefur ítrekað lent saman við lögreglu.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Heræfing nærri Hong Kong Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 16. ágúst 2019 06:00 Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37 Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Heræfing nærri Hong Kong Hundruð kínverskra herlögreglumanna settu á svið heræfingu á íþróttaleikvangi í tækniborginni Shenzhen í gær, skammt frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 16. ágúst 2019 06:00
Lýðræðismótmælin í Hong Kong halda enn áfram Mótmælin hafa staðið yfir í tíu vikur og til harðnandi átaka hefur komið við lögreglu undanfarið. Skipuleggjendur segjast vonast eftir friðsamlegum mótmælum í dag. 18. ágúst 2019 08:37
Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. 17. ágúst 2019 11:41