Thomas fór á kostum og er kominn með sex högga forystu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2019 23:15 Thomas var sjóðheitur í dag. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn. Thomas lék frábært golf og lék hringinn á ellefu höggum undir pari. Thomas gaf tóninn með því að fá fimm fugla á fyrstu fimm holunum. Hann fékk alls átta fugla, tvo erni og einn skolla.Medinah is electric right now. @JustinThomas34 is putting on a show. He's 11-under and leads by six.#LiveUnderParpic.twitter.com/mKhGcNSaH8 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Is it really over, @JustinThomas34? What a performance.#LiveUnderParpic.twitter.com/NI6OyCr60C — PGA TOUR (@PGATOUR) August 17, 2019 Thomas er samtals á 21 höggi undir pari, sex höggum á undan löndum sínum, Tony Finau og Patrick Cantlay, sem eru enn jafnir í 2. sætinu. Þeir léku báðir á fjórum höggum undir pari í dag. Slóvakinn Rory Sabbatini er í 4. sæti á samtals 14 höggum undir pari. Hann lék á fimm höggum undir pari í dag. Jon Rahm frá Spáni stökk upp um tíu sæti, úr því fimmtánda og í það fimmta. Hann lék á sex höggum undir pari í dag og er samtals á 13 höggum undir pari. Eftir frábæra spilamennsku í gær náði Hideki Matsuyama sér ekki á strik í dag. Hann lék á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 9. sætið eftir að hafa verið með forystu eftir annan hringinn. Tiger Woods lék vel í dag, á fimm höggum undir pari, og fór upp um 17 sæti. Hann er í 31. sæti á samtals sjö höggum undir pari. Bein útsending frá fjórða og síðasta hring BMW Championship hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16:00 á morgun.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira