Atlantshafssigling Gretu Thunberg eins og „útilega í rússíbana“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2019 18:17 Siglingin hófst á miðvikudaginn. Vísir/Getty Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Í dag eru fjórir dagar liðnir af tveggja vikna siglingu sænska loftslagsaðgerðasinnans Gretu Thunberg á leið hennar yfir Atlantshafið frá Bretlandi til Bandaríkjanna á tvær loftslagsráðstefnur. Hún segist hingað til ekki hafa fundið fyrir neinni sjóveiki. Thunberg, sem er sextán ára gömul, hefur vakið heimsathygli fyrir skólaverkfall sitt fyrir loftslagsaðgerðum sem hefur breiðst út til fjölda landa. Henni er boðið á loftslagsþingið í New York í september og í Santiago í Síle í desember. Sigling á umhverfisvænni keppnisskútu þvert yfir Atlantshafið var eini möguleikinn á því að koma henni á ráðstefnurnar þar sem hún flýgur ekki til að draga úr kolefnisfótspori sínu. Thunberg lagði af stað frá Plymouth í Bretlandi á miðvikudaginn um borð í skútunni Maliza II, áhafnarmeðlimir eru fjórir, þar á meðal Svante, faðir Thunberg. Ferðin gekk þó brösuglega í en vont var í sjóinn fyrstu dagana. Ágúst ekki tilvalinn mánuður til að ferðast yfir Atlantshafið, að því er segir í frétt Guardian. Í uppfærslu á Twitter segir Thunberg þó að nú sé rólegri sjór framundan og allt hafi gengið vel hingað til. „Borða og sef vel og engin sjóveiki hingað til. Lífið um birð í Maliza II er eins og útilega í rússíbana,“ skrifar hún á Twitter. Föruneytið á eftir um 2.500 sjómilna ferðalag til Bandaríkjanna en reiknað er með að siglingin taki um tvær vikur.Day 4. Pos 46° 20‘ N 015° 46‘ W Eating and sleeping well and no sea sickness so far. Life on Malizia II is like camping on a roller coaster! pic.twitter.com/pf1PnqYCov — Greta Thunberg (@GretaThunberg) August 17, 2019 Fylgjast má með ferðalagi Thunberg hér að neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Thunberg ætlar að sigla vestur um haf á loftslagsráðstefnu Sænski aðgerðasinninn ungi segir það líklega ekki hafa neitt upp á sig að funda með Trump þegar hún heimsækir Bandaríkin í haust. Hann hlusti hvorki á vísindi né vísindamenn, hvað þá ómenntað barn. 29. júlí 2019 16:12