Esther kjörin ungmennafulltrúi Íslands Heimsljós kynnir 15. ágúst 2019 16:00 Esther Hallsdóttir. Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Fulltrúaráð Landssambands ungmennafélaga, LUF, kaus Esther á fundi sínum í gær en 28 aðildarfélög sambandsins gátu boðið fram sinn fulltrúa. Esther er mannfræðingur og hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi síðan hún lauk námi. „Þetta er auðvitað bara ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður að vera valin úr öllum þessum flottu framboðum. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir öll ungmenni á Íslandi að fá loksins þennan ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Esther í samtali við RÚV í gær. Í síðasta mánuði greindi Heimsljós frá því að til stæði að kjósa íslenskan ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrsta sinn. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent
Esther Hallsdóttir hefur verið kjörinn ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland skipar ungmennafulltrúa en hann kemur til með að sitja í umboði íslenskra ungmenna og sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York í september. Fulltrúaráð Landssambands ungmennafélaga, LUF, kaus Esther á fundi sínum í gær en 28 aðildarfélög sambandsins gátu boðið fram sinn fulltrúa. Esther er mannfræðingur og hefur starfað hjá UNICEF á Íslandi síðan hún lauk námi. „Þetta er auðvitað bara ótrúlega skemmtilegt og mikill heiður að vera valin úr öllum þessum flottu framboðum. Þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir öll ungmenni á Íslandi að fá loksins þennan ungmennafulltrúa á sviði mannréttinda hjá Sameinuðu þjóðunum,“ sagði Esther í samtali við RÚV í gær. Í síðasta mánuði greindi Heimsljós frá því að til stæði að kjósa íslenskan ungmennafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum í fyrsta sinn. Auk LUF standa Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið að framboðinu. Ungmennafulltrúinn kemur til með að vera hluti af sendinefnd LUF hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er starfshópur LUF um málefni ungs fólks hjá Sameinuðu þjóðunum. Þátttaka ungs fólks í ákvarðanatöku og stefnumótun er ein af megináherslum Sameinuðu þjóðanna og þess vegna hafa aðildarríki um árabil verið hvött til að skipa ungmennafulltrúa sem veita sérfræðiþekkingu, innsýn og nauðsynlega ráðgjöf í málefnum ungs fólks. Ungmennafulltrúarnir taka þátt í störfum allsherjarþingsins en einnig er gert ráð fyrir þátttöku þeirra á öllum viðburðum, innan ráða og stofnana Sameinuðu þjóðanna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent