Erlent

Aftur flogið um Hong Kong

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mótmælendum hefur tekist að trufla flugsamgöngur.
Mótmælendum hefur tekist að trufla flugsamgöngur. Getty/SOPA Images
Svo virðist sem starfsemin á Hong Kong flugvelli sé að komast í samt lag á ný, í bili í það minnsta, að sögn AP fréttastofunnar.

Fjölmenn mótmæli almennra borgara hafa lamað stóran hluta allra flugferða um völlinn síðustu tvo daga, um 200 á mánudag og 100 í gær. Nú er staðan sú að aðeins um þrjátíu mótmælendur eru í komusal flugvallarins, sem er einn sá fjölfarnasti í heimi.

Mótmælendurnir dreifa bæklingum til ferðalanga en flugvallaryfirvöld hafa náð að koma í veg fyrir að mótmælendum takist að hindra fólk að komast til véla sinna líkt og gerðist í gær og í fyrradag.

Mikil mótmæli hafa verið í Hong Kong í allt sumar gegn ríkisstjórninni í Peking á meginlandi Kína sem íbúar Hong Kong, sem nýtur ákveðinnar sjálfsstjórnar, óttast að seilist nú til meiri valda í borginni.


Tengdar fréttir

Mótmælin í Hong Kong verða ofbeldisfyllri

Enn ein átökin brutust út milli lögreglu og mótmælanda í Hong Kong í dag en mótmælin hafa farið reglulega fram síðastliðnar tíu vikur. Lögreglan veitti ekki leyfi fyrir fjöldasamkomu eða kröfugöngu um helgina en mótmælendur létu það ekki á sig fá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×