Enski boltinn

Manchester City braut sömu reglur og Chelsea en slapp við félagaskiptabann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City slapp við félagaskiptabann.
Manchester City slapp við félagaskiptabann. vísir/getty
Manchester City slapp við félagaskiptabann en fékk dágóða sekt eftir að hafa brotið reglur FIFA um félagaskipti leikmanna yngri en átján ára.

Tveir leikmenn frá akademíu í Gana, George Davies og Dominic Oduro, sögðu í samtali við Jyllands-Posten í Danmörku á síðasta ári að þeir hefðu skrifað undir og spilað fyrir City áður en þeir urðu 18 ára.

Ensku meistararnir fengu sekt upp á 370 þúsund franka, sem jafngildir 315 þúsund pundum, en í 19. reglu FIFA segir að leikmaður verði að vera átján ára sé hann keyptur á milli landa.







Á síðasta ári var Chelsea úrskurðað í félagaskiptabann fyrir brot á sömu reglur en Chelsea mátti ekki kaupa leikmenn í næstu tveimur félagaskiptagluggum auk þess að fá sekt upp á 460 þúsund pund.

Chelsea áfrýjaði þeim úrskurði reyndar og er það enn í ferli en Chelsea gat ekki keypt í sumar og standi úrskurðurinn geta þeir heldur ekki keypt leikmenn í janúar. Stálheppnir City-menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×