Enski boltinn

Enskur úrvalsdeildarleikmaður í Fantasy-deildinni Halla og Ladda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Aanholt er skemmtilegur karakter.
Van Aanholt er skemmtilegur karakter. vísir/getty
Patrick van Aanholt, vinstri bakvörður Crystal Palace, er skemmtilegur karakter. I gærkvöldi skráði hann sig inn í íslensku Fantasy-deildina sem ber nafnið Halli og Laddi.

Fantasy er leikur þar sem keppendur stilla upp ellefu manna liði úr ensku úrvalsdeildinni og reyna að safna stigum með þeim ellefu leikmönnum ásamt fjórum varamönnum.

Leikmennirnir fá stig fyrir mismunandi atvik í leiknum; mörk, stoðsendingar, halda hreinu og fleira. Einnig geta þeir fengið mínus stig fyrir gul og rauð spjöld til dæmis.

Van Aanholt setti á Twitter-síðu sína í gærkvöldi að Fantasy-liðið hans væri klárt fyrir tímabil og óskaði hann eftir einkadeildum sem hann mætti taka þátt í.

Grindvíkingurinn, Haraldur Jóhanneson, var fljótur til og bauð honum í sína deild; Halli og Laddi.







Í gærkvöldi birti Aanholt svo mynd af þeim deildum sem hann væri kominn í. Þar var að sjálfsögðu íslenska deildin Halli og Laddi.

Svo að ef þú vilt keppa við Patrick van Aanholt í Fantasy-deildinni Halli og Laddi þá er um að gera að skrá sig sem fyrst.

Hollendingurinn spilaði allan leikinn fyrir Crystal Palace sem gerði markalaust jafntefli við Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton í fyrstu umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×