Enski boltinn

Alisson frá í nokkrar vikur og Klopp segir að Liverpool sé að semja við annan markvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool. vísir/getty
Alisson, markvörður Liverpool, verður frá í „nokkrar vikur“ vegna meiðsla á kálfa en þetta staðfesti Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, í samtali við heimasíðu félagsins.

Brassinn fór meiddur af velli eftir 38 mínútna leik er Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich í opnunarleik úrvalsdeildarinnar á föstudagskvöldið en hann féll niður eftir að hafa tekið útspark.

„Þetta er ekki töff. Þetta eru meiðsli á kálfa og hann verður því eðlilega frá í nokkrar vikur. Ég vil ekki segja hvenær nákvæmlega hann kmeur til baka en það verður að minnsta kosti ekki á miðvikudaginn,“ sagði Alisson.

„Við verðum að bíða og sjá. Þetta mun taka einhvern tíma og mun taka nokkrar vikur svo við verðum að bíða og sjá. Ég hef nú þegar séð að hann verði frá í sex vikur og fleira í þem dúr en hann hefur ekki verið mikið meiddur á sínum ferli.“







„Ég vil bíða aðeins og sjá hvernig þetta gengur en hann verður að minnsta kosti ekki hérna næstu vikurnar,“ en Þjóðverjinn segir að Liverpool sé að semja við annan markvörð.

Fyrrum markvörður Middlesbrough og fleiri enskra liða, Andy Lonergan, mun skrifa undir stuttan samning við félagið og verður líklega á bekknum gegn Chelsea í Ofurbikarnum á miðvikudag.

„Auðvitað verðum við að vinna skammtímalausn og það mun verða, ef ekkert óvænt gerist, Andy Lonergan.  Hann hefur verið með okkur og er frábær karakter. Hann er góður maður og hjálpaði okkur á undirbúningstímabilinu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×