„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 16:02 Barr sagðist reiður og hneykslaður á að fangelsisyfirvöld hafi ekki tryggt örygg Epstein í fangelsinu á Manhattan. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „alvarlegir misbrestir“ hafi verið í alríkisfangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein fannst látinn á laugardag. Hann boðar ítarlega rannsókn á hvernig dauða hans bar að. Rannsóknin á glæpum Epstein haldi jafnframt áfram. Epstein, sem var ákærður fyrir mansal á ungum stúlkum, fannst látinn í klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann hafði hengt sig. Fangelsisyfirvöld höfðu tekið hann af sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að aðeins nokkrar vikur væru síðan hann fannst meðvitundarlaus í klefa sínum með áverka á hálsi. Þá var hann talinn hafa reynt að svipta sig lífi. Síðan þá hafa borist frásagnir af því að mikið álag hafi verið á vörðum í fangelsinu. Þeir hafi ekki litið inn til Epstein í fleiri klukkustundir nóttina sem hann lést. Samkvæmt reglum áttu þeir að líta á hann á hálftíma fresti. Epstein var einnig einn í klefa þó að hann hafi átt að hafa klefafélaga, að sögn Washington Post. „Við erum nú að komast að alvarlegum misbrestum í þessari aðstöðu sem valda miklum áhyggjum og krefjast ítarlegrar rannsóknar,“ sagði Barr dómsmálaráðherra í dag, að sögn New York Times. Fangelsismálastofnunin heyrir undir dómsmálaráðuneytið. Lýsti ráðherrann því yfir að rannsókninni á glæpum Epstein yrði ekki hætt þrátt fyrir andlát hans. „Leyfið mér að fullvissa ykkur um að málið heldur áfram gegn hverjum sem var samsekur Epstein. Samverka menn hans ef einhverjir eru ættu ekki að vera rólegir. Fórnarlömbin verðskulda réttlæti og þau munu fá það,“ sagði hann.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Verðirnir unnu "gífurlega“ yfirvinnu Þetta hefur AP-fréttastofan eftir heimildarmanni sínum sem þekkir til í fangelsinu í New York þar sem Jeffrey Epstein var haldið. 11. ágúst 2019 23:36
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
Segir sjálfsvíg Epstein „allt of heppilegt“ Bill de Blasio, borgarstjóri New York-borgar og forsetaframbjóðandi í forvali Demókrataflokksins fyrir næstu forsetakosningar, segir andlát bandaríska fjárfestisins og milljarðamæringsins Jeffrey Epstein "allt of hentugt“ og hefur kallað eftir ítarlegri rannsókn á tildrögum andláts hans. Epstein er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. 11. ágúst 2019 08:08