Þrettán tímum eftir Íslandsmeistaratitillinn fór á loft var Guðrún Brá flogin í annað golfmót Anton Ingi Leifsson skrifar 12. ágúst 2019 11:30 Íslandsmeistaraparið; Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mynd/gsí Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum, Keili, kom, sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fór fram í Grafarholtinu um helgina. Guðrún Brá leiddi eftir dag númer tvö og gaf ekkert eftir í baráttunni á hring númer þrjú og fjögur. Vann hún að lokum mótið með sjö högga mun. Þetta er annað árið í röð sem Guðrún stendur uppi sem sigurvegari en það er skammt stórra högga á milli hjá Hafnfirðingnum knáa sem er nú á leið á annað mót.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er Íslandsmeistari í golfi 2019. Þetta er annað árið í röð sem hún sigrar á þessu móti og í annað sinn á ferlinum. Þetta er í 12. sinn sem kylfingur úr GK sigrar í kvennaflokki á Íslandsmótinu. Til hamingju Guðrún Brá. pic.twitter.com/3EdrOlBPWN — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 11, 2019 Í viðtali við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu í gærkvöldi sagði Guðrún frá því að hún væri á leið í flug strax í morgun klukkan 07.20, þrettán tímum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari. Guðrún er á leið á Bossey Ladies-meistaramótið sem fer fram í Frakklandi í vikunni en mótið hefst strax á miðvikudaginn í Bossey í Frakklandi. Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá ríghélt í 1. sætið og er Íslandsmeistari annað árið í röð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, hefur nú unnið Íslandsmótið tvö ár í röð. 11. ágúst 2019 18:23 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum, Keili, kom, sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fór fram í Grafarholtinu um helgina. Guðrún Brá leiddi eftir dag númer tvö og gaf ekkert eftir í baráttunni á hring númer þrjú og fjögur. Vann hún að lokum mótið með sjö högga mun. Þetta er annað árið í röð sem Guðrún stendur uppi sem sigurvegari en það er skammt stórra högga á milli hjá Hafnfirðingnum knáa sem er nú á leið á annað mót.Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er Íslandsmeistari í golfi 2019. Þetta er annað árið í röð sem hún sigrar á þessu móti og í annað sinn á ferlinum. Þetta er í 12. sinn sem kylfingur úr GK sigrar í kvennaflokki á Íslandsmótinu. Til hamingju Guðrún Brá. pic.twitter.com/3EdrOlBPWN — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) August 11, 2019 Í viðtali við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu í gærkvöldi sagði Guðrún frá því að hún væri á leið í flug strax í morgun klukkan 07.20, þrettán tímum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari. Guðrún er á leið á Bossey Ladies-meistaramótið sem fer fram í Frakklandi í vikunni en mótið hefst strax á miðvikudaginn í Bossey í Frakklandi.
Golf Tengdar fréttir Guðrún Brá ríghélt í 1. sætið og er Íslandsmeistari annað árið í röð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, hefur nú unnið Íslandsmótið tvö ár í röð. 11. ágúst 2019 18:23 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá ríghélt í 1. sætið og er Íslandsmeistari annað árið í röð Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, hefur nú unnið Íslandsmótið tvö ár í röð. 11. ágúst 2019 18:23