Erlent

Tugir látnir eftir skriður vegna monsúnrigninga

Andri Eysteinsson skrifar
Skriða féll á Paung á föstudag.
Skriða féll á Paung á föstudag. Vísir/AP
56 hið minnsta eru látin eftir að skriða féll á þorpið Paung í Mjanmar síðasta föstudag. Fréttastofa AP greinir frá.

Meira en 12 hús urðu skriðunni að bráð en yfirvöld í héraðinu hafa staðfest að tala látinna hafi hækkað frá því sem áður var.

Fjölmargum íbúum svæðisins hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna monsún rigninga og flóða af völdum veðursins. Víða hafa skriður fallið og lokað vegum, húsum hefur skolað í burt og þorp eru í kafi vegna mikilla monsún rigninga.

Í vikunni hafa 12.000 manns þurft að yfirgefa heimili sín og telja Sameinuðu Þjóðirnar nú að um 38.000 manns dvelji nú í hjálparbúðum SÞ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×