Enski boltinn

Mourinho segir að Tottenham, Liverpool, Man. City og B-lið Man. City geti unnið titilinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho veifar til áhorfenda á Old Trafford í dag.
Mourinho veifar til áhorfenda á Old Trafford í dag. vísir/getty
Jose Mourinho, fyrrum stjóri Man. United og Chelsea til að mynda, var spekingur Sky Sports fréttastofunnar yfir leik ensku liðanna í dag er þau mættust í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

United gerði sér lítið fyrir og gekk frá Chelsea í dag en Rauðu djöflarnir unnu 4-0 sigur á lánlausu liði Chelsea. Marcus Rashford gerði tvö mörk, Anthony Martial eitt og Daniel James það fjórða.

Umræða skapaðist á Sky Sports eftir leikinn um hvaða lið ættu möguleika á að vinna titilinn og þá var hinn portúgalski Mourinho fljótur til að svara.

„Manchester City, Tottenham, Liverpool og B-lið Manchester City,“ sagði Mourinho og glott varla við tönn.







„Þegar ég lít á bekkinn hjá þeim og leikmenn sem eru ekki valdir þá gæti B-liðið þeirra barist um titilinn,“ sagði Mourinho en City vann 5-0 sigur á West Ham í fyrstu umferðinni.


Tengdar fréttir

Man. United burstaði Chelsea í frumraun Lampard

Manchester United gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Chelsea í stórleik fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Þrjú af mörkunum fjórum komu í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×