Enski boltinn

Fyrsti leikur Lampard sem stjóra á Old Trafford gjörólíkur fyrsta leik hans sem leikmanns

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn.
Lampard þakkar stuðningsmönnum Chelsea fyrir stuðninginn. vísir/getty
Frank Lampard stýrði Chelsea í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið fékk skell gegn Manchester United í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Lampard tók við Chelsea-liðinu í sumar og fékk ekki öfundsvert verkefni í fyrsta leik að mæta með hálf laskað lið sitt á Old Trafford. Það fór líka heldur betur illa.

United rúllaði yfir Chelsea og ef litið er á tölfræðina má sjá að byrjun Lampard á Old Trafford var mun betri sem leikmaður en stjóri.







Árð 2001 spilaði Lampard sinn fyrsta leik með Chelsea á Old Trafford en Chelsea vann þó 3-0 sigur. Nú varð hins vegar sjö marka sveifla og tap 4-0.

Lampard og lærisveinar fá þó tækifæri á miðvikudaginn til þess að rétta úr kútnum er liðið mætir Chelsea í leiknum um Ofurbikarinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×