Golf

Sækja að Guðmundi Ágústi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurður Arnar er í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í golfi.
Sigurður Arnar er í toppbaráttunni á Íslandsmótinu í golfi. mynd/gsimyndir.net/seth
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, Arnar Snær Hákonarson, GR, og Haraldur Franklín Magnús, GR, sækja að Guðmundi Ágústi Kristjánssyni, GR, efsta manni Íslandsmótsins í golfi sem lýkur í dag.

Sigurður, Arnar Snær og Haraldur eru jafnir í 2. sætinu á samtals fjórum höggum undir pari. Þeir hafa allir leikið á tveimur höggum undir pari í dag.

Þeir eru tveimur höggum á eftir Guðmundi sem hefur leikið á einu höggi undir pari í dag og samtals á sex höggum undir pari.

Í kvennaflokki virðist fátt geta komið í veg fyrir að Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, verði Íslandsmeistari annað árið í röð.

Hún er með fimm högga forystu á Sögu Traustadóttur, GR. Báðar eru þær nýbyrjaðir á fjórða og síðasta hringnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×