Enski boltinn

Framherji Burnley skorað fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni á árinu en Salah og Aubameyang

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ashley Barnes fagnar marki í dag.
Ashley Barnes fagnar marki í dag. vísir/getty
Framherjinn Ashley Barnes gerði tvö mörk í gær er Burnley vann öruggan 3-0 sigur á Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þriðja markið gerði íslenski landsliðsmaðurinn, Jóhann Berg Guðmundsson, en öll mörkin komu á tólf mínútna kafla í síðari hálfleik.

Barnes hefur verið funheitur á árinu og tölfræðin sannar það. Hann hefur skorað ellefu mörk á árinu og til dæmis með fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni árið 2019 en Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang.







Burnley gengur illa þegar liðið er ekki með Barnes í fremstu víglínunni en enginn leikmaður hefur unnið fleiri leiki með Burnley í efstu deild og enginn hefur skorað meira.

Barnes er 29 ára gamall Englendingur sem kom tli Burnley árið 2014 frá Brighton.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×