Að duga eða drepast í Laugardalnum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. ágúst 2019 11:30 Hörður Axel og Ragnar ræða málin á æfingu í gær. Fréttablaðið/Ernir Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi. Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í öðrum leik Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 í Laugardalshöll í dag. Eftir naumt tap Íslands fyrir Portúgal í vikunni er landsliðið komið í þá stöðu að það má varla við því að tapa öðrum leik í riðlakeppninni ef Strákarnir okkar ætla sér áfram á næsta stig undankeppninnar. Efsta lið riðilsins fær þátttökurétt í umspilinu fyrir EuroBasket 2021 og er Ísland að reyna að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð en með ósigri í dag eru örlögin ekki lengur í höndum íslenska liðsins. Þetta er í níunda skipti sem Ísland mætir Sviss og hefur Ísland til þessa unnið tvisvar, síðast í undankeppni EuroBasket 2017 á heimavelli þar sem liðið lék á als oddi. Íslenska liðið fékk ekki langan tíma til endurhæfingar eftir grátlegt tap fyrir Portúgal í vikunni á meðan Sviss hefur fengið heila viku til að undirbúa þennan leik. „Undirbúningurinn hefur gengið ágætlega, við vorum búnir að undirbúa gögn um svissneska liðið og höfum verið að fara yfir það þó að auðvitað væri maður til í meiri tíma,“ segir Craig Pedersen, þjálfari landsliðsins, hreinskilinn spurður út í undirbúningstímann á milli leikja. „Við þurftum að hætta undir eins að hugsa um þennan tapleik í Portúgal. Við eigum möguleika á því að vinna hérna heima og þá er allt jafnt í riðlinum. Auðvitað voru menn vonsviknir eftir leikinn í Portúgal þar sem hlutirnir duttu ekki með okkur í lokasókninni, þetta er annað árið í röð sem við töpum með minnsta mun úti í Portúgal en spilamennskan var góð. Það komu mistök en heilt yfir léku menn vel og við fengum gott framlag frá mörgum leikmönnum og við gerðum allt sem við ætluðum okkur þótt það hafi ekki dugað til.“ Stærsta verkefni Íslands er að stöðva Clint Capela, miðherja Sviss sem leikur með Houston Rockets og var með 16,6 stig og 12,7 fráköst að meðaltali í NBA-deildinni síðasta vetur en Craig minnti á Sviss væri einnig með öflugar skyttur. „Clint er frábær í því sem hann gerir auk þess sem það eru öflugir leikmenn á vængjunum, góðar skyttur sem við þurfum að hafa góðar gætur á,“ segir Craig. Það er því ærið hlutverk sem bíður miðherja íslenska liðsins að stöðva Capela í teig íslenska liðsins. „Hann er frábær í vaggi og veltu (e. pick and roll) og frábær í kringum körfuna en hann vill helst vera sem næst körfunni. Hann er ólíkur mörgum af evrópsku miðherjunum sem vilja jafnvel draga sig út fyrir þriggja stiga línuna,“ segir Hlynur Bæringsson sem er orðinn vanur því að mæta leikmönnum á þessu getustigi eftir að hafa farið tvívegis í lokakeppni EuroBasket. „Maður er aðeins búinn að venjast þessu þótt það sé spennandi að takast á við leikmann sem er að spila með einu af bestu liðum NBA-deildarinnar. Hún dofnar kannski aðeins með árunum, spennan við að takast á við þessar stjörnur,“ segir Hlynur glottandi.
Körfubolti Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira