Leik lokið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. Körfubolti 4.5.2025 18:30
Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Eftir tvö töp í röð vann Belfius Mons sigur á Zwolle, 80-83, í BNXT-deildinni í körfubolta. Um er að ræða sameiginlega deild Hollendinga og Belga. Körfubolti 4.5.2025 14:17
„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Körfubolti 4.5.2025 10:33
Houston knúði fram oddaleik Úrslit einvígis Houston Rockets og Golden State Warriors í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta ráðast í oddaleik. Það var ljóst eftir sigur Houston í sjötta leik liðanna í nótt, 107-115. Körfubolti 3. maí 2025 09:32
Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ JJ Redick þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta, hefur sagt að sínir menn þurfi að vera í betra ásigkomulagi til að geta farið alla leið í baráttunni um meistaratitilinn. Lakers féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 3. maí 2025 08:00
Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Það var ekki draumurinn um herþjálfun sem dró Hauk Davíðsson, ungan körfuboltamann frá Hveragerði, yfir hafið til Bandaríkjanna. Hann vissi lítið hvers væri að vænta. Hann var einfaldlega að elta drauminn sinn – drauminn um að spila körfubolta og mennta sig í leiðinni. En reynslan reyndist meiri, dýpri og mótandi á annan hátt en hann hefði getað ímyndað sér. Lífið 3. maí 2025 07:34
„Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar sagði sitt lið ekki hafa gert nægilega vel undir lok leiksins gegn Grindavík í kvöld en hann var jafnframt stóryrtur í garð dómara leiksins. Körfubolti 2. maí 2025 22:13
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. Körfubolti 2. maí 2025 21:29
„Ég hef hluti að gera hér“ DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag. Körfubolti 2. maí 2025 21:24
Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfuboltaþjálfarinn og frambjóðandi til forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Brynjar Karl Sigurðsson, svarar framkvæmdastjórn ÍSÍ fullum hálsi á Facebook-síðu sinni. Körfubolti 2. maí 2025 19:17
Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Körfuknattleiksþjálfarinn Gregg Popovich er hættur í þjálfun eftir 29 tímabil með San Antonio Spurs í NBA-deildinni. Enginn þjálfari í sögu deildarinnar hefur unnið jafn marga leiki og Popovich. Körfubolti 2. maí 2025 17:12
Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Þegar komið er í úrslitaseríu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta er gott að eiga demant í sínum röðum og Diamond Battles stóð undir nafni þegar Haukar unnu Njarðvík í gærkvöld. Hún var valin Just wingin' it maður leiksins og mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Körfubolti 2. maí 2025 16:48
Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands lýsir yfir stuðningi og samstöðu með starfsfólki samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs í kjölfar þess að frambjóðandi til forseta ÍSÍ bar samskiptaráðgjafann þungum sökum í vikunni. Hann er sagður ráðast harkalega með ofbeldi og hótunum að fagmennsku, heiðri og mannorði einstaklings sem sinnir hlutverki samskiptaráðgjafa. Körfubolti 2. maí 2025 15:08
Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers NBA-liðið Indiana Pacers hefur ákveðið að setja faðir stjörnu liðsins, Tyrese Haliburton, í bann frá því að sækja leiki liðsins í nánustu framtíð. Körfubolti 2. maí 2025 12:45
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Sport 2. maí 2025 11:30
Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Jalen Brunson skoraði sigurkörfu New York Knicks þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli, 113-116, í sjötta leik liðanna í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Knicks vann einvígið, 4-2. Körfubolti 2. maí 2025 11:01
„Erum komnar til þess að fara alla leið“ Haukar tóku forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þær lögðu Njarðvík af velli í Ólafssal með sjö stiga sigri 86-79. Haukar mættu með miklum krafti í kvöld. Sport 1. maí 2025 21:33
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Haukar tóku á móti Njarðvík í fyrsta leik úrslitaeinvígis Bónus deild kvenna í kvöld. Eftir mikinn baráttuleik voru það Haukar sem vörðu heimavöllinn með sterkum sjö stiga sigri 86-79.Viðtöl og uppgjör væntanlegt.. Körfubolti 1. maí 2025 21:00
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Fótbolti 1. maí 2025 17:22
LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Eftir að Los Angeles Lakers féll úr leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt var LeBron James spurður út í framtíð sína. Þessi fertugi leikmaður var að klára sitt 22. tímabil í NBA. Körfubolti 1. maí 2025 12:18
Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Tímabilinu er lokið hjá Los Angeles Lakers eftir tap fyrir Minnesota Timberwolves, 96-103, í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Úlfarnir unnu einvígið, 4-1. Körfubolti 1. maí 2025 10:00
Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Eftir martraðargengi framan af leiktíð gætu Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín verið að komast bakdyramegin inn í úrslitakeppni þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, rétt í lok deildakeppninnar. Körfubolti 30. apríl 2025 18:32
Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Stephon Castle, leikmaður San Antonio Spurs, var valinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 30. apríl 2025 16:47
Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slóvenski körfuboltastjarnan hjá Los Angeles Lakers, Luka Doncic, ætlar að borga allan kostnað við viðgerðir á minnismerki um Kobe Bryant í miðborg Los Angeles. Körfubolti 30. apríl 2025 10:31