Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Davíð hættur: „Dreginn á asna­eyrunum“

Davíð Tómas Tómasson, alþjóðadómari í körfubolta, hefur lagt dómaraflautuna á hilluna þrátt fyrir ungan aldur. Þetta segist hann ekki gera af sjálfdáðum, en hann hefur verið útilokaður frá dómgæsluverkefnum síðastliðið hálft ár. Tilraunir til sátta við dómaranefnd KKÍ hafi ekki skilað árangri og starfskrafta hans ekki óskað á komandi vetri. Hann sé ekki fyrsti dómarinn sem hrökklist úr starfi með þessum hætti en vonast til að vera sá síðasti.

Körfubolti
Fréttamynd

Grikkir stál­heppnir að landa bronsinu

Giannis Antetokounmpo og félagar í gríska landsliðinu voru stálheppnir að vinna bronsverðlaunin á EM í körfubolta í dag, þar sem þeir unnu Finna í leik sem varð allt í einu ótrúlega spennandi á lokakaflanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Álfta­nes mætir stórliði Benfica

Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september.

Körfubolti