Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Ungverjum: Elín Metta í sérflokki Íþróttadeild skrifar 29. ágúst 2019 21:28 Elín Metta var besti maður vallarins gegn Ungverjum. vísir/bára Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021 í kvöld. Þetta var fyrsti keppnisleikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar. Elín Metta Jensen var í sérflokki á vellinum í kvöld. Valskonan skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Hlín Eiríksdóttir og Dagný Brynjarsdóttir voru einnig á skotskónum. Eftir rólegan fyrri hálfleik skipti íslenska liðið um gír í þeim seinni og vann á endanum öruggan sigur. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 7 Örugg í öllum sínum aðgerðum. Greip vel inn í og varði ágætt skot Zsanetts Jakabfi í seinni hálfleik.Ingibjörg Sigurðardóttir, hægri bakvörður 6 Átti ekki góðan fyrri hálfleik og augljóst að hún var ekki að spila sína kjörstöðu. Sendingar Ingibjargar voru misgóðar og hún var út úr stöðu í jöfnunarmarki. En spilaði mun betur í seinni hálfleik eins og allt íslenska liðið.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti góða sendingu á Hallberu í aðdraganda fyrsta marksins. Var óákveðin í marki Ungverja þar sem hún var fór ekki í Fanni Vágó. Fyrir utan það spilaði Glódís eins og hún gerir oftast, svöl með boltann og varðist vel. Var nálægt því að skora í upphafi seinni hálfleiks.Sif Atladóttir, miðvörður 7 Hefði kannski getað gert betur í markinu en var annars pottþétt. Var fljót að skynja hættuna og bægja henni frá og framherjar Ungverjalands komust lítt áleiðis gegn Sif.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Lagði upp mark Elínar Mettu með frábærri fyrirgjöf. Íslenska liðið fór lítið upp vinstra megin í fyrri hálfleik en Hallbera fékk úr meiru að moða í þeim seinni. Fékk boltann inn fyrir sig í marki Ungverjalands.Hlín Eiríksdóttir, hægri kantmaður 7 Virkaði smá óstyrk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu og átti nokkrar slakar fyrirgjafir. En Hlín var rétt kona á réttum stað þegar hún kom Íslandi í 2-1 með sínu þriðja landsliðsmarki. Var tekin út af eftir markið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Að venju sívinnandi og vann boltann oft. Spilaði aftar en hún hefur oft gert með landsliðinu. Líkt og allir leikmenn Íslands var hún betri í seinni hálfleik en þeim fyrri.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 7 Lét lítið að sér kveða í fyrri hálfleik en átti stóran þátt í viðsnúningi íslenska liðsins. Fór fyrir liðinu í pressu og var venju samkvæmt grjóthörð í návígum. Þegar Sara spilar vel spilar íslenska liðið vel.Agla María Albertsdóttir, vinstri kantmaður 6 Tapaði boltanum í aðdraganda marks gestanna. Átti ágæta spretti og lék eins og allt íslenska liðið betur í seinni hálfleik en þeim fyrri.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 7 Róleg í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni. Kom sér í færi og hefði hæglega getað skorað fleiri en eitt mark.Elín Metta Jensen, framherji 9 Hennar besti landsleikur fyrir utan leikinn gegn Þýskalandi fyrir tveimur árum. Kom Íslandi yfir með laglegu marki, lagði upp mark Hlínar og skoraði svo fjórða markið í uppbótartíma. Bjó til dauðafæri fyrir Dagnýju og hefði í kjölfarið átt að fá vítaspyrnu. Hreyfanleg, tók góð hlaup, skilaði boltanum vel frá sér og síógnandi.Varamenn:Svava Rós Guðmundsdóttir - (Kom inn á fyrir Hlín á 60. mínútu) 8 Frábær innkoma hjá Svövu. Átti stóran þátt í þriðja markinu og lagði það fjórða upp. Var svo nálægt því að skora sjálf. Gerir tilkall til sætis í byrjunarliðinu þegar Ísland mætir Slóvakíu á mánudaginn.Fanndís Friðriksdóttir - (Kom inn á fyrir Öglu Maríu á 60. mínútu) 7 Líkt og Svava kom Fanndís inn með mikinn kraft. Fór ansi illa með hægri bakvörð Ungverja og komst oft og iðulega í góðar stöður. Fékk dauðafæri en skaut beint á Réka Szőcs í ungverska markinu.Margrét Lára Viðarsdóttir - (Kom inn á fyrir Gunnhildi Yrsu á 73. mínútu) Var mjög ógnandi og komst nokkrum sinnum í ákjósanlegur. Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00