Fótbolti

Sara Björk: Vorum bara úr karakter

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Ánægð með þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins um 4-1 sigur liðsins á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins 2021. Hún var þó ekki á allt sátt með leik Íslands á Laugardalsvelli í kvöld.

 

„Við byrjuðum leikinn þó ekki vel fannst mér. Vorum ekki í karakter á löngum köflum í fyrri hálfleik en svo bættum við í og náðum að snúa þessu við.“

 

Sara Björk var spurð út í hvað hefði átt sér stað í búningsklefa Íslands í hálfleik.

„Við ræddum málin. Vorum of seinar í pressu, misstum boltann klaufalega, vorum að tapa návígum, vorum ekki í takt, vorum að tapa návígum og vorum bara úr karakter. Þannig við þurfum að snúa blaðinu við.“

 

„Margt sem við gerðum vel á köflum og við þurfum að taka það með í næsta leik,“ sagði fyrirliðinn að lokum aðspurð út í hvað planið væri fyrir næsta leik sem er á mánudaginn kemur þegar Ísland mætir Slóvakíu á Laugardalsvelli.


Tengdar fréttir

Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja

Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×