Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, hefur skrifað undir tilskipun sem bannar það að kveikja elda til þess að rýma land í Amazon-regnskóginum. Yfirvöld í Brasilíu hafa mátt þolað harða gagnrýni og ásakanir um aðgerðarleysi vegna mikilla skógarelda sem geysa í regnskóginum.
Í frétt BBC segir að saksóknarar þar í landi rannsaki nú ásakanir um að rekja megi skógareldana til þess að þeir hafi verið kveiktir til þess að rýma land fyrir landbúnaði. Samkvæmt tilskipuninni er það nú óheimilt um gervalla Brasilíu, með þremur undantekningum.
Kveikja má eld ef umhverfisyfirvöld heimila það í tengslum við eðlilega grisjun, til þess að berjast við skógarelda eða í tengslum við hefðbundinn landbúnað frumbyggja í Amazon.
Boðað hefur verið til fundar leiðtoga ríkja Suður-Ameríku. Er það gert til þess að ná samkomulagi um sameiginlega stefnu um að koma Amason-frumskóginum til varnar.
Þá hefur Brasilía þegið boð yfirvalda í Síle um að fá fjórar flugvélar til þess að berjast við skógareldana. Þá segja yfirvöld að 44 þúsund hermenn komi nú að slökkvistörfum.
Brasilíska geimferðastofnunin segir að um 83 þúsund skógareldar hafi verið skráðir í Amazon-skóginum á tímabilinu 1. janúar til 27. ágúst í ár. Aukning um 77 prósent frá sama tímabili og í fyrra.
Sextíu daga brunabann í Amazon

Tengdar fréttir

Ætla að hafna milljarða stuðningspakka frá G7 ríkjunum
Brasilísk stjórnvöld hafa í hyggju að afþakka 22 milljón dala fjárhagsaðstoð, sem leiðtogar G7 samþykktu að verja í barátunna gegn eldunum sem nú geisa í amasón-regnskógunum.

Loftmyndir sýna gríðarlega mikla eyðileggingu eftir Amasónelda
Aldrei hafa fleiri skógareldar brunnið í Amasónfrumskóginum frá því að mælingar hófust

Brasilískar hersveitir sendar til að vinna bug á Amasóneldunum
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í dag hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi.

Suður-Ameríkuríki funda um Amason
Brasilía Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, tilkynnti í gær að boðað hefði verið til fundar leiðtoga ríkja Suður-Ameríku.