Segir stöðugleika í kortunum þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 18:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Stýrivextir voru lækkaðir um 0,25% í morgun og gert er ráð fyrir að samdráttur í ár verði 0,2%. Seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu bæði heilbrigðismerki og stöðugleiki í kortunum í efnahagslífinu. Seðlabankinn kynnti stýrivaxtaákvörðun sína í morgun og fór yfir horfur í efnahagsmálum. Horfur eru á að landsframleiðsla dragist saman í ár í fyrsta skipti síðan 2010 og samdrátturinn verði 0,2% sem er minna en í maí þegar spáð var 0,4% samdrætti. Ástæðan fyrir því er fall WOW air og kyrrsetning Boeing MAX 737 vélanna, loðnubrestur og rýrnun viðskiptakjara. Þá er búist við meiri fækkun ferðamanna en áður og meiri útflutningssamdrætti. Þó er ekki gert ráð fyrir eins miklum samdrætti og í maí því einkaneysla er meiri og fólk virðist kaupa meira innlenda framleiðslu en áður. Gengi krónunnar hefur hækkað um 2% frá því í vor og verðbólga minnkað og stendur nú í þremur komma einu prósenti. Þá er talið að þjóðarbúið taki við sér strax á næsta ári og hagvöxtur verði þá 1,9%. Þetta er í fyrsta skipti sem Ásgeir Jónsson kynnir stýrivaxtarákvörðun peningamálastefnu Seðlabankans en hann tók við starfi seðlabankastjóra fyrir rúmri viku. Ásgeir segir að þrátt fyrir efnahagssamdrátt í ár séu mörg jákvæð teikn á lofti. „Við erum að sjá töluverða fækkun ferðamanna en á sama tíma eru jákvæðar fréttir. Við erum að sjá sjávarútveg ganga mjög vel, hækkun á verði sjávarafurða og lækkun á olíuverði sem dæmi og kjarasamningarnir í vor eru að styðja við þannig að þetta eru að sumu leyti mjög góðar fréttir,“ segir Ásgeir. Loðnubresturinn á árinu hafi ekki haft eins afgerandi áhrif eins og spáð hafði verið og kjarasamningarnir í vor styðji við efnahagslífið. Horfur séu á að hægt verði að viðhalda stöðugleika. „Við erum að sjá aðlögun í neyslu fólks, innflutningur minnkar, við erum að sjá mjög heilbrigð merki í hagkerfinu.“ „Utanríkisviðskipti eru að ganga vel og við erum ekki að sjá viðskiptahalla sem bendir til þess að við getum farið í gegnum þessa niðursveiflu án þess að hér verði einhver kollsteypa og við getum viðhaldið stöðugleika,“ segir seðlabankastjóri.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira