Golf

Tiger gekkst undir áttundu aðgerðina og snýr aftur í október

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger í síðasta golfmóti sem hann tók þátt í. Næsta mót hans verður í fyrsta lagi í október.
Tiger í síðasta golfmóti sem hann tók þátt í. Næsta mót hans verður í fyrsta lagi í október. vísir/getty
Kylfingurinn Tiger Woods gekkst undir aðgerð í hné á síðustu viku og vonast hann eftir því að snúa aftur á golfvöllinn í október á þessu ári.

Þessi 43 ára gamli kylfingur endaði ellefu ára bið eftir 15. risatitlinum í aprílmánuði er hann sigraði Masters-meistaramótið.

Tiger, sem er nú í áttunda sæti heimslistans, vonast eftir að snúa aftur í lok október er nýjasti viðburður PGA-túrsins, ZOZO-meistaramótið, fer fram í Japan.







Mótið fer fram þann 24. til 27. október en þetta er áttunda aðgerðin sem kylfingurinn magnaði gengst undir vegna meiðsla sinna á síðustu árum.

Fjórar þeirra hafa verið á baki og fjórar í hné en aðgerðin heppnaðist vel að sögn læknisins, Vern Cooley, sem framkvæmdi aðgerðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×