Stórar senur í nýju myndbroti úr næstu Stjörnustríðsmynd Birgir Olgeirsson skrifar 26. ágúst 2019 13:56 Daisy Ridley leikur hetjuna Rey. YouTube Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, The Rise of Skywalker, er væntanleg í kvikmyndahús í desember næstkomandi en Lucasfilm var með heljarinnar kynningu á myndinni á Disney-ráðstefnu um liðna helgi. Þar var birt nýtt myndbrot úr myndinni sem er í höndum leikstjórans J.J. Abrams sem gerði einmitt The Force Awakens sem var fyrsta Stjörnustríðsmyndin sem gefin var út undir merkjum Disney eftir að fyrirtækið hafði keypt Lucasfilm. Það sem dregur helst til tíðinda í þessari stiklu er að þar sést hetjan úr fyrri myndunum tveimur, The Force Awaken og The Last Jedi, Rey halda á tvöföldu geislasverði. Geislasverðið tvöfalda er rautt á litinn þykir ekki ósvipað því sem illmennið Darth Maul hélt á í Stjörnustríðsmyndinni The Phantom Menace. Útlitið á Rey í þessu atriði er líka eftirtektarvert því hún er frekar fölleit á að líta og í svörtum slopp líkt og illmennið Darth Maul.Ilmennið Darth Maul, sem var í The Phantom Menace sem kom út árið 1999.Hvað þetta þýðir veit enginn, þetta gæti svo þýtt að Rey muni ganga til liðs við myrkraöflin. Það gæti líka verið að framleiðendur myndarinnar séu að reyna að villa um fyrir áhorfendur, láta þá hreinlega halda að svo muni fara. Það gæti svo sem verið að Rey klæðist þessum sloppi og haldi á þessu tvöfalda sverði því hún sjálf reynir að villa á sér heimildir í myndinni. Það hefur svo sem gerst áður í Stjörnustríðsheiminum. Hetjurnar klæða sig í stormsveitarbúninga til að komast inn í bækistöðvar Keisaraveldisins. Eitt er víst, þetta nýja myndbrot mun leiða til látlausra vangaveltna aðdáenda þessara mynda sem munu væntanlega fara nærri því að fylla internetið af getgátum um hvað muni gerast í þessari mynd. Skemmst er að minnast illmennisins Snoke sem sást örstutt í The Force Awakens og hlaut svo fremur skyndileg endalok í The Last Jedi þar sem áhorfendur fengu nánast ekkert að vita um kauða, en aðdáendur myndanna höfðu skrifað annað eins um þennan karakter áður en The Last Jedi kom út. Í myndbrotinu má einnig sjá Rey og Kylo Ren berjast við afar krefjandi aðstæður. Þar heldur fyrrnefnd Rey á bláu geislasverði. En svörin við þessu öllu saman fást væntanlega ekki fyrr en myndin verður sýnd í desember. Disney Star Wars Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nýjasta Stjörnustríðsmyndin, The Rise of Skywalker, er væntanleg í kvikmyndahús í desember næstkomandi en Lucasfilm var með heljarinnar kynningu á myndinni á Disney-ráðstefnu um liðna helgi. Þar var birt nýtt myndbrot úr myndinni sem er í höndum leikstjórans J.J. Abrams sem gerði einmitt The Force Awakens sem var fyrsta Stjörnustríðsmyndin sem gefin var út undir merkjum Disney eftir að fyrirtækið hafði keypt Lucasfilm. Það sem dregur helst til tíðinda í þessari stiklu er að þar sést hetjan úr fyrri myndunum tveimur, The Force Awaken og The Last Jedi, Rey halda á tvöföldu geislasverði. Geislasverðið tvöfalda er rautt á litinn þykir ekki ósvipað því sem illmennið Darth Maul hélt á í Stjörnustríðsmyndinni The Phantom Menace. Útlitið á Rey í þessu atriði er líka eftirtektarvert því hún er frekar fölleit á að líta og í svörtum slopp líkt og illmennið Darth Maul.Ilmennið Darth Maul, sem var í The Phantom Menace sem kom út árið 1999.Hvað þetta þýðir veit enginn, þetta gæti svo þýtt að Rey muni ganga til liðs við myrkraöflin. Það gæti líka verið að framleiðendur myndarinnar séu að reyna að villa um fyrir áhorfendur, láta þá hreinlega halda að svo muni fara. Það gæti svo sem verið að Rey klæðist þessum sloppi og haldi á þessu tvöfalda sverði því hún sjálf reynir að villa á sér heimildir í myndinni. Það hefur svo sem gerst áður í Stjörnustríðsheiminum. Hetjurnar klæða sig í stormsveitarbúninga til að komast inn í bækistöðvar Keisaraveldisins. Eitt er víst, þetta nýja myndbrot mun leiða til látlausra vangaveltna aðdáenda þessara mynda sem munu væntanlega fara nærri því að fylla internetið af getgátum um hvað muni gerast í þessari mynd. Skemmst er að minnast illmennisins Snoke sem sást örstutt í The Force Awakens og hlaut svo fremur skyndileg endalok í The Last Jedi þar sem áhorfendur fengu nánast ekkert að vita um kauða, en aðdáendur myndanna höfðu skrifað annað eins um þennan karakter áður en The Last Jedi kom út. Í myndbrotinu má einnig sjá Rey og Kylo Ren berjast við afar krefjandi aðstæður. Þar heldur fyrrnefnd Rey á bláu geislasverði. En svörin við þessu öllu saman fást væntanlega ekki fyrr en myndin verður sýnd í desember.
Disney Star Wars Mest lesið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp