Rory aðeins fjórði kylfingurinn sem kemst í tíu milljarða hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2019 11:30 Rory McIlroy var frábær á síðasta móti tímabilsins. Getty/ Cliff Hawkins Norður Írinn Rory McIlroy var frábær á lokamóti FedEx bikarsins og tryggði sér öruggan sigur og næstum því tvo milljarða í verðlaunafé með stórglæsilegri spilamennsku. Rory McIlroy endaði Tour Championship á 18 höggum undir pari en í raun lék hann hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Samkvæmt nýjum reglum FedEx bikarsins þá koma menn með forgjöf inn á mótið út frá frammistöðu manna í mótinu á undan. Rory byrjaði því á fimm höggum undir pari og fimm höggum á eftir efsta manni. Hann vann það upp og tryggði sér sigurinn með því að leika lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Með þessum sigri varð Rory McIlroy aðeins annar maðurinn á eftir Tiger Woods sem nær að vinna FedEx bikarinn tvisvar sinnum en Rory vann hann einnig árið 2016. Rory McIlroy komst einnig í annan úrvalshóp með því að tryggja sér fimmtán milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé.Rory McIlroy is the 2019 FedexCup Champion. After winning the TOUR Championship, he became the 2nd player to win multiple FedExCups along with Tiger Woods. He finished the 2018-19 season with $24.3M in total earnings, the most in a single season in @PGATOUR history. pic.twitter.com/o7vvczkrdL — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2019Með þessum fimmtán milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum íslenska króna, er Rory búinn að vinna sér inn 24,3 milljónir dala í verðlaunafé á þessu ári. Enginn kylfingur hefur unnið sér i svo mikinn pening á einu ári. Þessar rúmu 24 milljónir Bandaríkjadala, sem norður-írski kylfingurinn vann sér inn á árinu 2019, sáu einnig til þess að Rory McIlroy er kominn yfir 80 milljónir dala, tæpa tíu milljarða íslenskra króna, í heildarverðlaunafé á ferlinum. Það eru aðeins þrír aðrir kylfingar sem hafa náð því en það eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson og Vijay Singh. Tiger er sá eini af þeim sem er kominn yfir hundrað milljónir Bandaríkjadala. $83.8 million: Rory McIlroy’s updated career earnings after he wins the Tour Championship & the FedEx Cup. The $15 million prize makes him only the 4th golfer to earn more than $80M on the course (counting FedEx $), joining Vijay Singh, Tiger Woods and Phil Mickelson. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 25, 2019Rory McIlroy hélt upp á þrítugs afmælið sitt fyrr á þessu ári og hefur allt til alls til að bæta vel við þetta verðlaunafé sitt í framtíðinni. Hann hefur unnið fjögur risamót á ferlinum eða öll risamót í boði nema nema Mastersmótið. Rory vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska mótið 2011 og Opna breska meistaramótið 2014. Árið 2019 var frábært hjá honum fyrir utan vonbrigðin á fyrsta hring á heimavelli á Opna breska meistaramótinu í sumar og svo enn eitt svekkelsið á Mastersmótinu í ár þar sem hann endaði í 21. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari. Rory vann The Players Championship í mars, Opna kanadíska mótið í júní og svo Tour Championship í lok ágúst. Þetta eru fleiri sigrar á mótum en samanlögð tvö ár á undan og kannski tákn um það sem koma skal hjá þessum vinsæla og skemmtilega kylfingi.Getty/Kevin C. Cox Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður Írinn Rory McIlroy var frábær á lokamóti FedEx bikarsins og tryggði sér öruggan sigur og næstum því tvo milljarða í verðlaunafé með stórglæsilegri spilamennsku. Rory McIlroy endaði Tour Championship á 18 höggum undir pari en í raun lék hann hringina fjóra á þrettán höggum undir pari. Samkvæmt nýjum reglum FedEx bikarsins þá koma menn með forgjöf inn á mótið út frá frammistöðu manna í mótinu á undan. Rory byrjaði því á fimm höggum undir pari og fimm höggum á eftir efsta manni. Hann vann það upp og tryggði sér sigurinn með því að leika lokahringinn á fjórum höggum undir pari. Með þessum sigri varð Rory McIlroy aðeins annar maðurinn á eftir Tiger Woods sem nær að vinna FedEx bikarinn tvisvar sinnum en Rory vann hann einnig árið 2016. Rory McIlroy komst einnig í annan úrvalshóp með því að tryggja sér fimmtán milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé.Rory McIlroy is the 2019 FedexCup Champion. After winning the TOUR Championship, he became the 2nd player to win multiple FedExCups along with Tiger Woods. He finished the 2018-19 season with $24.3M in total earnings, the most in a single season in @PGATOUR history. pic.twitter.com/o7vvczkrdL — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) August 25, 2019Með þessum fimmtán milljónum dala, tæpum tveimur milljörðum íslenska króna, er Rory búinn að vinna sér inn 24,3 milljónir dala í verðlaunafé á þessu ári. Enginn kylfingur hefur unnið sér i svo mikinn pening á einu ári. Þessar rúmu 24 milljónir Bandaríkjadala, sem norður-írski kylfingurinn vann sér inn á árinu 2019, sáu einnig til þess að Rory McIlroy er kominn yfir 80 milljónir dala, tæpa tíu milljarða íslenskra króna, í heildarverðlaunafé á ferlinum. Það eru aðeins þrír aðrir kylfingar sem hafa náð því en það eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson og Vijay Singh. Tiger er sá eini af þeim sem er kominn yfir hundrað milljónir Bandaríkjadala. $83.8 million: Rory McIlroy’s updated career earnings after he wins the Tour Championship & the FedEx Cup. The $15 million prize makes him only the 4th golfer to earn more than $80M on the course (counting FedEx $), joining Vijay Singh, Tiger Woods and Phil Mickelson. — Darren Rovell (@darrenrovell) August 25, 2019Rory McIlroy hélt upp á þrítugs afmælið sitt fyrr á þessu ári og hefur allt til alls til að bæta vel við þetta verðlaunafé sitt í framtíðinni. Hann hefur unnið fjögur risamót á ferlinum eða öll risamót í boði nema nema Mastersmótið. Rory vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska mótið 2011 og Opna breska meistaramótið 2014. Árið 2019 var frábært hjá honum fyrir utan vonbrigðin á fyrsta hring á heimavelli á Opna breska meistaramótinu í sumar og svo enn eitt svekkelsið á Mastersmótinu í ár þar sem hann endaði í 21. sæti eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari. Rory vann The Players Championship í mars, Opna kanadíska mótið í júní og svo Tour Championship í lok ágúst. Þetta eru fleiri sigrar á mótum en samanlögð tvö ár á undan og kannski tákn um það sem koma skal hjá þessum vinsæla og skemmtilega kylfingi.Getty/Kevin C. Cox
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira