McIlroy 15 milljónum Bandaríkjadala ríkari eftir að hafa orðið FedEx-meistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. ágúst 2019 22:47 McIlroy glaðbeittur með bikarinn. vísir/getty Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.Return of the Rors!@McIlroyRory is now a two-time #FedExCup champion#LiveUnderParpic.twitter.com/wWfnADXGLV — TOUR Championship (@playofffinale) August 25, 2019 Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans. Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas. McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.That's a big trophy, @McIlroyRory. The #FedExCup.pic.twitter.com/SiQB20dqo5 — PGA TOUR (@PGATOUR) August 25, 2019 Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira