Golf

McIlroy 15 milljónum Bandaríkjadala ríkari eftir að hafa orðið FedEx-meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McIlroy glaðbeittur með bikarinn.
McIlroy glaðbeittur með bikarinn. vísir/getty
Rory McIlroy vann í dag sigur á TOUR Championship-mótinu á PGA-mótaröðinni. Þar með varð Norður-Írinn FedEx stigameistari 2019. Fyrir sigurinn fær McIlroy 15 milljónir Bandaríkjadala. McIlroy varð einnig FedEx-meistari fyrir þremur árum.



Fyrir lokahringinn í dag var McIlroy einu höggi á eftir Bandaríkjamanninum Brooks Koepka, efsta manni heimslistans.

Koepka gerði stór mistök þegar hann fékk tvöfaldan skolla á 7. holu. Hann lék á tveimur höggum yfir pari í dag og endaði í 3. sæti á 13 höggum undir pari, líkt og Justin Thomas.

McIlroy lék hins vegar vel í dag. Hann fékk sex fugla og tvo skolla og lék á fjórum höggum undir pari. Hann lauk keppni á 18 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Bandaríkjamanninum Xander Schauffele sem varð annar.



Englendingurinn Paul Casey endaði í 5. sæti á níu höggum undir pari og Ástralinn Adam Scott lyfti sér upp í 6. sætið með góðri spilamennsku í dag. Hann lauk keppni á átta höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×