Erlent

Loft­myndir sýna gríðar­lega mikla eyði­leggingu eftir Amasón­elda

Eiður Þór Árnason skrifar
Aðgerðaleysi forsetans hefur verið mótmælt víða í Brasilíu
Aðgerðaleysi forsetans hefur verið mótmælt víða í Brasilíu Vísir/AP
Will Grant, fréttamaður breska ríkisútvarpsins flaug yfir Rondonia-ríkið í Brasilíu á dögunum þar sem hann varð vitni að gríðarmikilli eyðileggingu Amasónregnskógarins eftir langvarandi skógarelda á svæðinu. Í flugferðinni sáust þúsundir hektarar af skóglendi sem orðið hafa eldunum að bráð.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, sendi í gær hersveitir til að vinna bug á skógareldunum þar í landi en hann hefur verið mikið gagnrýndur fyrir að hafa gert lítið til að vinna bug á þeim. Ljóst er að gríðarstórt verkefni verður fyrir sveitirnar að ná stjórn á eldunum. Ástandið hefur leitt til mótmæla í stórum borgum í Brasilíu á borð við São Paulo, Ríó og höfuðborg Brasilíu.

Sjá einnig: Brasilískar her­sveitir sendar til að vinna bug á Amasón­eldunum

Nokkur ríki hótað Brasilíu refsiaðgerðum ef ekkert verði af gert, þar á meðal Frakkland og Írland en leiðtogar beggja ríkja hótuðu í gær að koma í veg fyrir fríverslunarsamning á milli Brasilíu og Evrópusambandsins. Efnahagsráðherra Finnlands kallaði einnig eftir því að Evrópusambandið myndi íhuga það að banna nautakjötsinnflutning frá Brasilíu. Eldarnir hafa einnig verið ræddir á fundi G7 ríkjanna um helgina.

Talið er að margir eldanna hafi verið kveiktir af mönnum, þá sérstaklega bændum, til að ryðja fyrir ræktarlandi. Bolsonaro Brasilíuforseti hefur verið sakaður um að hvetja bændur og námuverkafólk til að ryðja burt skóglendi.


Tengdar fréttir

Sao Paulo myrkvuð vegna reyks frá Amasóneldunum

Gríðarlegir skógareldar loga nú á miklu svæði í Amasón regnskóginum í Suður-Ameríku. Christian Poirier, stjórnandi samtakanna Amazon Watch segir líkur á því að eldarnir hafi kviknað af mannavöldum.

Ræða um skógareldana í Amason á G7-fundinum

Leiðtogar Frakka og Þjóðverja tjáðu sig báðir í gær um þann metfjölda skógarelda sem hafa geisað í Amasonfrumskóginum í Brasilíu á árinu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði að þetta þyrfti að ræða á fundi G7-ríkjanna um helgina. Algjört neyðarástand hefði skapast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×