Hættuleg blanda slævandi lyfja og áfengis: "Fólk kastar upp í svefni og kafnar“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. ágúst 2019 20:15 Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Embætti landlæknis hefur haft ellefu andlát til skoðunar á árinu þar sem fólk hefur látist eftir að hafa blandað saman áfengi og slævandi lyfjum. Yfirlæknir segir algengast að fólk kasti upp í svefni og kafni. Embættið rannsakar dauðsföll þegar talið er að lyf hafi valdið andlátinu og hafa 23 dauðsföll verið til skoðunar á árinu. Þrjátíu og níu lyfjatengd dauðsföll voru staðfest árið 2018, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu kemur fjöldi andláta þar sem bæði slævandi lyf og áfengi kemur við sögu á óvart í ár. Þau voru 15 allt árið í fyrra en eru nú orðin 11.„Það sem er algengt því miður það er að þegar þú hefur verið að drekka og kemur heim og þér svimar og þú getur ekki sofnað þá skellir þú í þig tveimur svefntöflum og þá sofnarðu og þú kastar upp í svefni og þú nærð ekki að hreinsa kokið. Þessi slævandi lyf og áfengi hafa lamað kokboðin og þú nærð ekki að hreinsa æluna úr hálsinum og kafnar," segir Andrés Magnússon, yfirlæknir hjá Landlækni. Hann bendir á að þegar þessi róandi- og kvíðastillandi lyf komu fyrst á markað hafi áfengisneysla hér á landi verið mun minni en í dag. „Það er orðið miklu algengara, þetta er út um allt. Þessi lyf eins og benzodízepín, þessi svefnlyf og róandi lyf, þau eru ekkert sérlega hættuleg ein og sér. En um leið og það er verið að blanda því saman við önnur lyf, til dæmis áfengi, eru þau orðin stórhættuleg. Og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað það er hættulegt að blanda saman til dæmis svefntöflum og áfengi," segir Andrés. Hann bendir þó á að taka þurfi tölurnar með fyrirvara þar sem Ísland sé lítið land. „Það getur vel verið að þetta séu tilviljunarkenndar sveiflur. En það er á hreinu að fólk er að blanda saman tveimur slævandi efnum og það er stórhættulegt,“ segir Andrés. Tuttugu og þrjú lyfjatengd andlát á árinu sé allt of há tala. „Þetta er alveg hræðilegt og við verðum að nota öll ráð til þess að reyna minnka þetta,“ segir Andrés.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira